Saturday, November 15, 2008

Snýt, hóst og svolítið skæl

Snýt, hóst og svolítið skæl. Nýja önnin er með grettutrýni, er í sléttbotna ecco skóm, ómáluð og frekar ófrýnileg hún segist vera á túr og að hún muni setja upp varalitinn síðar, eins gott að hún standi við það. Ég er lasin, með hita, hálsbólgu og dass af depurð. Rigning úti, álagið í skólanum mikið og verkefnastaflinn hár. Í vikunni brast miðaldra skólabróðir minn í grát þegar hækkað var um eina hæð í verkefnastaflanum, ljúf stúlka brjálaðist,reifst og skammaðist en það var samt ekki ég, prinsinn minn ljúfi frá Ghana missti vin sinn, 40% bekkjarins féll í heilsuhagfræði og ég var í þeim hópi, sem sé fýla og fjúk í veruleika mínum síðustu daga...fruss og fnæs.... Langar nefnilega að vera bara að baka piparkökur og hlusta á jólalög og vera brynjulega væmin sem aldrei fyrr. En iss almáttugur, sem betur fer tímabundin vandamál sem eru öll leysanleg. þegar ég er hætt að snýta mér mun ég skipuleggja tíma minn vel svo ég geti verið eins brynjuleg og ég vil og njóta tíðarinnar með fólkinu mínu. Mun taka djö heilsuhagfræðina í nefið og snýta henni beint upp í heila svo vel þar sitji.


En, ojojojojoj (sænskt oj ekki íslenskt allt önnur merking) karlinn er að steikja kleinur, börnin að perla, rólegheit í húsi og tja í sjálfu sér engin ástæða til að kveina.
ps:
Dagrún og Helga voru að leika og ákváðu að breyta sér í stráka og vera Frosti og Palli sem eru góðir vinir okkar, þær vildu báðar vera Frosti en leystu málið með því að vera Valur og Sveinbjörn að drekka bjór, það fannst mér þroskuð lausn á málinu, fyrst þær gátu ekki báðar verið Frosti, að taka bara alveg nýjan vinkil á málið. Vonandi er þetta lífsspeki sem við hin getum lært af. Þetta voru hin brynjulegu orð dagsins.

9 comments:

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Sveinbi að horfa á fótbolta, ég í tölvunni og Rósa frænka bara ennþá í heimsókn, orðin frekar leið á henni. Engin börn, sjúkkit, enda búin að vera 4-6 börn sl sólarhring. Enginn kleinubakari hér, manni kannski boðið yfir í kaffi eða hvað, vil þó ekki smitast af þínu góða kvefi.
tobban, ps geturðu lánað mér rakvél, var að spá í þú veist,

inga Heiddal said...

Góð færsla hjá annars kvefaðri konukind... Leitt með prófið en mér líst vel á að sniffa það vel upp í heila svo þar við sitji... You go girl.. Kremja úr vetraríki Vestmannaeyja

Anonymous said...

Fall er fararheill...er ekki svo ?
Nema kannksi þegar íslenska krónan á í hlut !!!
Væri til í koma í kleinur en verð að láta mér duga kanelsnúða með súkkulaði sem voru rétt í þessu að koma útúr ofninum....
Kíkti á kastalann í gær ;) held það þurfi að moka dálítið mikinn snjó þar... en þá þarf maður líka ekkert kort í ræktina ;)
Knús
Edda og kanelsnúðarnir :)

Thordisa said...

hæ elskan mín gat ekki talað við þig um helgina á msn var í 22 klst að vinna í verkefni um helgina ekki gaman :-)

Anonymous said...

Hahah Dagrún og Helga eru snillingar. Mér fannst þær flottar þegar Ida sagði að þær mættu ekki borða brunnið brauð því að pabbi hennar væri læknir og sagði að það er ekki gott að borða brunnið brauð. Þá sagði Dagrún að pabbi sinn væri ENNÞÁ MEIRI læknir og hann segði að það væri í lagi að borða brunnið brauð!

Anonymous said...

Láttu þér batna kvefið mín kæra og njóttu þess að fá þér kleinu og heitt te - knúsibomm, Ingvelds.

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Var ad blogga, kommenta plis,
knus og god natt, megi allir heimsins englar vaka yfir ther og thinum
tobba

Anonymous said...

elska þig kæra systir

Magnús said...

Má ég fá rakvélina þegar Tobba er búin að nota hana?