Okkar á milli 7.des ef þið hafið áhuga. Stuttu seinna var mér boðin vinna í afleysingu í eitt ár sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs HA. Frábært og ég er mjög spennt að takast á við ný verkefni en "HugHreysti" verður sett í salt um tíma þó auðvitað hugsjónin lifi. Börnin fengu góðan vitnisburð eftir önnina og glöddu okkur mikið. Það er alltaf gott að fá staðfestingu á velgengni, þau hafa lagt hart að sér. Vissulega þarf enn að vinna í íslenskunni en þetta er allt að koma. Dagarnir eru svo ósköp ljúfir og auðvelt að vera þakklátur. Allt er þegar þrennt er gjarnan sagt og á einni viku var pabbi, tengdamamma og tengdapabbi lögð inn á spítala, allir á sitthvorum deginum þó. Allir eru á batavegi og guðisélof að kvillarnir voru minni en á horfðist. Það er þó töluvert langt bataferli framundan hjá pabba en hann þjáist af mænuþrengslum eða Spinal Stenosa, hann er algjör hetja og ég dáist að honum og þolinmæði hans og við vonum öll að aðgerðin sem hann var í beri árangur svo hann fái meiri mátt í fætur og skrokk og dragi úr verkjum. En já ljúfi desember, við njótum þess svo innilega að vera hér á Akureyri og það er sérstaklega gott að geta lagt fjölskyldunni lið og notið samvista við hana. Veðrið er svo fallegt og þessi bleika birta sem lýsir fjallstoppana okkar er guð. Ég stend gjarnan við eldhúsgluggann minn og tala við Kaldbak meðan ég sötra te, já einmitt ég tala við tré og fjöll þannig er það bara;). Ég læt fylgja með myndir sem segja meira en allt en þær voru teknar 12.desember 2009.









