Saturday, November 21, 2009
find a way to give a little love everyday
Að vera minntur á hversu allt getur snúist við á einu augnabliki er góð lexía. Því fylgir auðmýkt og þakklæti fyrir allt og allt. Venjulegir dagar fá nýja sýn og hversdagsleikinn og hvunndagsáhyggjurnar eru guðvelkomnar. Hégómalegar óskir missa sín og hamingjuhugmyndin verður tærari og raunverulegri og efnishyggjunni er gefið langt nef. Gleði, fegurð, friður eru dýrmætir eiginleikar og við höfum öll okkar persónulegu skilgreiningu á þessari heilögu þrenningu. Vissulega geta ýmsir atburðir seinkað því að hún taki sér bólfestu í hjarta okkar en með jákvæðu hugarfari, bjartsýni og kærleika sem birtist í orði og verki aukum við líkurnar á tilkomu hennar. Nú er aðventan að renna í garð og eins og Celin Dion vinkona mín segir, dont save it all for Christmas day, find a way to give a little love everyday.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Vel mælt sem fyrr Brynja mín - dreifum ást um okkar fólk alla daga :) Njótið kvöldsins, knús á línuna :)
Alveg rétt elsku Brynja mín.
Takk fyrir kíkkið og kveðjuna darling. Falleg orð þarna hjá þér og hverju orði sannara líka. Eigðu góða viku framundan. Kremja INGA
Falleg færsla og svo sönn.
Falleg hugleiðing og mjög svo rétt, gott að hafa í hug orð hennar Celin:)
Post a Comment