Allir sitja við borðið og börnin vilja blöndu af gosi og vatni því það er betra.
Saga er sögð af nautaati í Madrid, maður fær gat milli rifja og það er beðið um meira.
Ást er plastkassi fullur af legó, jólaljós og ropi í kaffivél.
Fullorðnir að lesa og dást að fallegum orðum.
Pabbinn með prjóna, mamman með svuntu og gesturinn með smásögu sem segir 1-0.
Ást er upplestur úr Lovestar og skólaljóðum, Móðurást og Bjössi litli á Bergi.
Fá sér döðlur með gráðosti, snjókarlaís og búa til klósett og legóhamborgara.
Fara seint að sofa og fá að sofna í mömmuogpabbarúmi.







7 comments:
ógisla er ég feitur á þesari mind, ömó.
hhahhaa láttu ekki svona þú ert ógó sætur
hæ, hæ, ekki hætta blogga elsku Brynja. það gefur mér alltaf hlýju í hjartað að lesa skrifin þín. kv. Jóhanna
takk elsku jóhanna
En skemmtileg lýsing! Ég hlakka til að koma í heimsókn til ykkar í desember. Lítill fugl hvíslaði því í eyrað á mér að það hefðu verið komin upp aðventuljós sóðalega snemma í húsið á horninu við sundlaugina... Ekki hljómar það eins og hún Brynjan mín, haa?
Þetta er sko listrænn gjörningur til að fá íslendinga til að brjóta hefðir, aðventuljós eru gyðingaljós á mínu heimili nú og svo er svo dimmt og þetta er svo fallegt;), en elsku Nanna mín við hlökkum mikið til að fá þig, börnin hafa verið mikið að spyrja um þig að undanförnu og þeim er mikið í mun að þú komir um jólin, við erum sammála þeim
Andri Snær Magnason: hey en fallegt - takk fyrir - fékk smá glaðheimanostalgíukast við að sjá einn gamlan góðan granna þarna makindalegan í sófa...
Post a Comment