Sunday, November 15, 2009

Ást er

Ást er lykt af steiktum kjúklingi með kartöflum og grænmeti.
Allir sitja við borðið og börnin vilja blöndu af gosi og vatni því það er betra.
Saga er sögð af nautaati í Madrid, maður fær gat milli rifja og það er beðið um meira.

Ást er plastkassi fullur af legó, jólaljós og ropi í kaffivél.
Fullorðnir að lesa og dást að fallegum orðum.
Pabbinn með prjóna, mamman með svuntu og gesturinn með smásögu sem segir 1-0.

Ást er upplestur úr Lovestar og skólaljóðum, Móðurást og Bjössi litli á Bergi.
Fá sér döðlur með gráðosti, snjókarlaís og búa til klósett og legóhamborgara.
Fara seint að sofa og fá að sofna í mömmuogpabbarúmi.








7 comments:

Anonymous said...

ógisla er ég feitur á þesari mind, ömó.

brynjalilla said...

hhahhaa láttu ekki svona þú ert ógó sætur

Anonymous said...

hæ, hæ, ekki hætta blogga elsku Brynja. það gefur mér alltaf hlýju í hjartað að lesa skrifin þín. kv. Jóhanna

brynjalilla said...

takk elsku jóhanna

mnannai said...

En skemmtileg lýsing! Ég hlakka til að koma í heimsókn til ykkar í desember. Lítill fugl hvíslaði því í eyrað á mér að það hefðu verið komin upp aðventuljós sóðalega snemma í húsið á horninu við sundlaugina... Ekki hljómar það eins og hún Brynjan mín, haa?

brynjalilla said...

Þetta er sko listrænn gjörningur til að fá íslendinga til að brjóta hefðir, aðventuljós eru gyðingaljós á mínu heimili nú og svo er svo dimmt og þetta er svo fallegt;), en elsku Nanna mín við hlökkum mikið til að fá þig, börnin hafa verið mikið að spyrja um þig að undanförnu og þeim er mikið í mun að þú komir um jólin, við erum sammála þeim

Anonymous said...

Andri Snær Magnason: hey en fallegt - takk fyrir - fékk smá glaðheimanostalgíukast við að sjá einn gamlan góðan granna þarna makindalegan í sófa...