Jæja dúllurassarnir mínir, við Valur áttum yndislega helgi í stórborginni Stokkhólmi, ég er búin að öðlast líf mitt tilbaka eftir síðustu vinnutörn og hef sökkt mér í punterí hér á heimilinu enda á að setja slottið á sölu núna í lok vikunnar. Í dag byrjar alvaran á ný og rannsóknarvinnan hefst formlega, hún hefur lofað mér að vera glaðbeitt, stefnuföst og metnaðargjörn, þeas rannsóknarvinnan.
Ástandið heima, elskurnar mínar, ég verð að viðurkenna að mér finnst gott að vera hér í örygginu í Sverige á meðan þetta gengur yfir en hinsvegar vil ég líka leggja hönd á plóginn, læt fylgja með bréf sem lýsir þessu vel en það var skrifað til eins af prófessorunum mínum sem var svo vænn að sýna umhyggju sína gagnvart mér vegna þessa alls:
Stort tack igen och ja denna fredagseftermidagen du pratar om var väldigt lärorik. Visserligen känns det konstigt och lite skrämmande att vara Islänning särskilt eftersom jag och min familj har bestämt os att flytta tillbaka till Island nästa sommar. konstig och blandad känsla men på sätt och vis vil man åka dit och formodligen hjälpa till att bygga upp stabilt land igen och delta i den svåra situationen. Men det viktigasta för os blir att vara nära våra kära och ge barnen isländsk uppväxt trots allt, man blir inte av med Islandsstoltheten;) tack och lov...viktig för kämpeglöden.
Ha det så bra och jag hoppas att jag ser dig under våren
Brynja
Wednesday, January 28, 2009
Friday, January 23, 2009
Sætsúr
Yndislegur dagur í gær en sætsúr. Prófum og öllum kúrsum lokið og mér tókst að verða hæstri í öðru holli þeirra sem þreyttu próf í heilsuhagfræði. Fékk góðar fréttir hvað varðar fyrirhugaða rannsókn mína og dagurinn einkenndist því af léttleika og óklyfjuðum herðum sem fengu tækifæri seinna um kvöldið að hrista sig og skaka. En það voru margar kveðjustundir í gær, bekkurinn mun ekki hittast allur fyrr en í júní þegar við verjum lokaverkefnin okkar. Fólk er að týnast til sín heima flestallt eða til framandi landa í rannsóknarleiðangra með nesti frá Lundarháskóla. Það er í mér þessi tregi sem fylgir kveðjustundum en líka bjartsýni og tilhlökkun til að takast á við næstu önn. Það huggar líka að öll munum við hittast á ný þegar sumarið er komið og fá þá nokkra daga saman allur hópurinn sem hefur gengið í gegnum margt saman og kennt hvort öðru svo óendanlega mikið. Mér þykir vænt um þetta fólk.
Max í sveiflu
Reynt að stilla upp
Þetta yndislega fólk
Mustaq og Natalie núa nefjum
Glaður Alex og Maiken, Smiljka og Ann, meyjarnar þrjár
Myndarleg
Stuð hjá Brynju, Max, Martin, Mustaq, Farhan og Henrik
Max í sveiflu
Reynt að stilla upp
Þetta yndislega fólk
Mustaq og Natalie núa nefjum
Glaður Alex og Maiken, Smiljka og Ann, meyjarnar þrjár
Myndarleg
Stuð hjá Brynju, Max, Martin, Mustaq, Farhan og Henrik
Friday, January 16, 2009
Setning dagsins
"að flytja til Lundar var ekki beint breyting" en að flytja til Akureyrar er rosaleg breyting á lífinu"
þessi setning var sögð í morgun, miklar pælingar í litlum og stórum hausum. En þetta leggst vel í okkur og ákvörðun hefur verið tekin. Skrýtið samt að fyrir börnunum er það framandi tilhugsun að fara til Íslands og eiga þar heima en ekki til að vera í fríi og hafa nammidag upp á hvern dag. En það styrkir okkur einmitt til að taka þetta skref núna, börnin festa sterkari og sterkari rætur í svíalandinu og foreldrarnir líka, því dýpra sem stigið er því erfiðara verður að taka sig upp. Nú þráum við dýpri rætur með aðgang að þeim sem þekkja okkur mest og best. Endaspretturinn á fjögurra ára ferðalagi er hafinn.
Annarskonar endasprettur, er á síðustu metrunum, síðasta prófið glottir til mín með misvísandi skilaboðum. Ég ætla að fara eftir reglunum sem það setur og standa mig vel. Erfitt því prófhönnunin síðast var með eindæmum léleg og kennaragenið í mér þjáist af vitleysunum og óréttlætinu. En prófaleikurinn er á enda, ég hlýði dómaranum í þetta sinn sem fær ekki tækifæri til að veifa rauða spjaldinu framan í mig, ég stíg skrefin óhikað inn í nýjan veruleika.
þessi setning var sögð í morgun, miklar pælingar í litlum og stórum hausum. En þetta leggst vel í okkur og ákvörðun hefur verið tekin. Skrýtið samt að fyrir börnunum er það framandi tilhugsun að fara til Íslands og eiga þar heima en ekki til að vera í fríi og hafa nammidag upp á hvern dag. En það styrkir okkur einmitt til að taka þetta skref núna, börnin festa sterkari og sterkari rætur í svíalandinu og foreldrarnir líka, því dýpra sem stigið er því erfiðara verður að taka sig upp. Nú þráum við dýpri rætur með aðgang að þeim sem þekkja okkur mest og best. Endaspretturinn á fjögurra ára ferðalagi er hafinn.
Annarskonar endasprettur, er á síðustu metrunum, síðasta prófið glottir til mín með misvísandi skilaboðum. Ég ætla að fara eftir reglunum sem það setur og standa mig vel. Erfitt því prófhönnunin síðast var með eindæmum léleg og kennaragenið í mér þjáist af vitleysunum og óréttlætinu. En prófaleikurinn er á enda, ég hlýði dómaranum í þetta sinn sem fær ekki tækifæri til að veifa rauða spjaldinu framan í mig, ég stíg skrefin óhikað inn í nýjan veruleika.
Tuesday, January 06, 2009
Janúar með stóru J
Allt jólaskraut komið ofan í kassa, teljós víða og kotasæla í ísskápnum. Hversdagurinn bíður góðan daginn og er boðinn velkominn svo um munar. Merkilegt hvað hann er alltaf þægilegur eftir hátíð ljóss og friðar, ofáts og leti. Janúar með stóru J er byrjaður, annríki og bloggleysi mun einkenna hann, prófalestur er hafinn en síðasta prófalotan hefst á mánudaginn og lýkur þann 19.jan. þá verður andað léttar, dans stiginn og notalegheitum hampað í stutta stund áður en rannsóknarvinna hefst með íslensku trukki. Hlakka til að vinna í alvöru lífsins um stund og vera formlega búin með alla lýðheilsukúrsa innan þessa náms allavega.
Börnin byrja í skóla ekki á morgun heldur hinn og koma sjálfum sér á óvart með að hlakka örlítið til, hversdagurinn er ekki svo óvelkominn hjá þeim heldur. Valur heldur áfram að lækna sjúka og telja kjarkinn í fólk.
Dagurinn í dag er ágætur, ég les heilsuhagfræði, börnin leika við vini og Valur nýtur þess að það er rauður dagur í dag með tilheyrandi tölvuspili og sófakúri, ég öfunda hann ekki neitt múhhahahahaa eða þannig.
Elskurnar skjótið upp þrettándann og löstum sem þið viljið vera án og takið falleg og stefnusterk skref inn í árið án þess að láta nokkurn yfir ykkur vaða í allt of stórum stígvélum.
Börnin byrja í skóla ekki á morgun heldur hinn og koma sjálfum sér á óvart með að hlakka örlítið til, hversdagurinn er ekki svo óvelkominn hjá þeim heldur. Valur heldur áfram að lækna sjúka og telja kjarkinn í fólk.
Dagurinn í dag er ágætur, ég les heilsuhagfræði, börnin leika við vini og Valur nýtur þess að það er rauður dagur í dag með tilheyrandi tölvuspili og sófakúri, ég öfunda hann ekki neitt múhhahahahaa eða þannig.
Elskurnar skjótið upp þrettándann og löstum sem þið viljið vera án og takið falleg og stefnusterk skref inn í árið án þess að láta nokkurn yfir ykkur vaða í allt of stórum stígvélum.
Saturday, January 03, 2009
Far vel 2008 og vertu velkomið 2009.
Takk fyrir þinn skerf í mínu lífi fallega ár. Jú þú hefur vissulega stundum reynst mér strembið, óheilsan var ekki á dagsskránni og setti strik í reikninginn hvað varðaði fyrirheit um árangur í hlaupum og annarri líkamsrækt en sem betur fer er brjósklosið á undanhaldi og sýnir sterka viðleitni að láta staðar numið sem gefur von um ný met 2009 í heilsuræktinni, innra sem ytra. Takk fyrir að veita mér yndisleg ferðalög með fjölskyldunni minni og njóta frábærra samverustunda með vinum og stórfjölskyldu. Takk fyrir að benda mér á og gefa mér færi á að vera meðvituð um það sem skiptir máli í lífinu. Takk fyrir að fjölskylda mín öll er heil eftir árið og hversu vel börnin mín hafa braggast,takk fyrir manninn minn fallega og styðjandi. Far vel 2008 og vertu velkomið 2009.
Áramótunum eyddum við með íslenskum, sænskum og rússneskum vinum. Kvöldið var einfaldlega fullkomið fyrir utan óhappið sem varð þegar raggetturassgat, ófyrirsjáanlega skakkt, skælt og illa upp alið skaust í dóttur mína og brenndi hana krónupeningslaga sári á bringuna, úlpan var ekki rennd upp í háls. Það væri hægt að fara mörgum orðum um dramað en guði sé lof þá var slysið lítið en kennir manni lexíu.
Gleðin hélt áfram, maturinn var unaður, félagsskapurinn yndislegur, leikirnir, söngurinn, dansinn og ærslin í takt við áramótastemminguna. Takk fyrir mig enn og aftur 2008 fyrir góðan endasprett og ég hlakka til að kynnast þér betur 2009, þú gefur góð fyrirheit.
Skepnan í ofninum
Strákarnir
Prúð og Prúðbúin
yndislegustu
Kraaaaaaaaaaaaaam
úti
Skeggi og skeggja
Stuð
Fallega Tobba
Frýrnar í Stångby
Kampavín
Blys
Vallitralli og Brynjalilla, sönn ást
Þreyttum börnum finnst gott að kúra
Alltaf "fyndið" að hringja og syngja
Elskurnar
Katarina syngur eins og engill
ABBA má passa sig
Sveinbjörn söng Waterloo með glæsibrag
Einfaldlega langflottust
ekkert mál
og þeir dönsuðu salsa inn í nýja árið, takið eftir hversu létt og löðurmannlega Jón sveiflar Sveinbirni
Áramótunum eyddum við með íslenskum, sænskum og rússneskum vinum. Kvöldið var einfaldlega fullkomið fyrir utan óhappið sem varð þegar raggetturassgat, ófyrirsjáanlega skakkt, skælt og illa upp alið skaust í dóttur mína og brenndi hana krónupeningslaga sári á bringuna, úlpan var ekki rennd upp í háls. Það væri hægt að fara mörgum orðum um dramað en guði sé lof þá var slysið lítið en kennir manni lexíu.
Gleðin hélt áfram, maturinn var unaður, félagsskapurinn yndislegur, leikirnir, söngurinn, dansinn og ærslin í takt við áramótastemminguna. Takk fyrir mig enn og aftur 2008 fyrir góðan endasprett og ég hlakka til að kynnast þér betur 2009, þú gefur góð fyrirheit.
Skepnan í ofninum
Strákarnir
Prúð og Prúðbúin
yndislegustu
Kraaaaaaaaaaaaaam
úti
Skeggi og skeggja
Stuð
Fallega Tobba
Frýrnar í Stångby
Kampavín
Blys
Vallitralli og Brynjalilla, sönn ást
Þreyttum börnum finnst gott að kúra
Alltaf "fyndið" að hringja og syngja
Elskurnar
Katarina syngur eins og engill
ABBA má passa sig
Sveinbjörn söng Waterloo með glæsibrag
Einfaldlega langflottust
ekkert mál
og þeir dönsuðu salsa inn í nýja árið, takið eftir hversu létt og löðurmannlega Jón sveiflar Sveinbirni
Subscribe to:
Posts (Atom)