Áramótunum eyddum við með íslenskum, sænskum og rússneskum vinum. Kvöldið var einfaldlega fullkomið fyrir utan óhappið sem varð þegar raggetturassgat, ófyrirsjáanlega skakkt, skælt og illa upp alið skaust í dóttur mína og brenndi hana krónupeningslaga sári á bringuna, úlpan var ekki rennd upp í háls. Það væri hægt að fara mörgum orðum um dramað en guði sé lof þá var slysið lítið en kennir manni lexíu.
Gleðin hélt áfram, maturinn var unaður, félagsskapurinn yndislegur, leikirnir, söngurinn, dansinn og ærslin í takt við áramótastemminguna. Takk fyrir mig enn og aftur 2008 fyrir góðan endasprett og ég hlakka til að kynnast þér betur 2009, þú gefur góð fyrirheit.
Skepnan í ofninum
Strákarnir
Prúð og Prúðbúin
yndislegustu
Kraaaaaaaaaaaaaam
úti
Skeggi og skeggja
Stuð
Fallega Tobba
Frýrnar í Stångby
Kampavín
Blys
Vallitralli og Brynjalilla, sönn ást
Þreyttum börnum finnst gott að kúra
Alltaf "fyndið" að hringja og syngja
Elskurnar
Katarina syngur eins og engill
ABBA má passa sig
Sveinbjörn söng Waterloo með glæsibrag
Einfaldlega langflottust
ekkert mál
og þeir dönsuðu salsa inn í nýja árið, takið eftir hversu létt og löðurmannlega Jón sveiflar Sveinbirni
9 comments:
Já og gott fólk, ég var þarna, vei vei gaman gaman frábært kvöld.
knús til Brynjulillu frá tobbutúttu
Frábært kvöld, takk fyrir okkur, vonum að rakettusár Dagrúnar grói og hverfi og að nýja árið verði ykkur öllum gæfuríkt, hvort sem þið eruð íslendingar, svíar eða rússar.
tschüss,
Svissararnir
váááá... Þvílíkt stuð á fólkinu. Gleðilegt ár... Kv INGA
Var ad spa hvort thu gaetir ekki photosjoppad mig adeins mjorri og mina glansandi i framan, hvitari tennur og svona, svona eins og thu gerdir vid thig a myndunum!!
knus, tómt er hús án jólaskrauts
Tobba túttan
Ég var búin að því elskan hahhahahhaa
Greinilega stuð hjá ykkur þrátt fyrir flugeldaslys... elsku kerlingin ...
Söknum ykkar mikið mikið mikið
Kveðja
Edda
Gleðilegt árið elsku vinkona og ég hlakka til að taka á nýja árinu saman !! Knúsibomm núll-níu!
vááá fjörið!! Mín áramót geðveikt dönnuð með barn á brjósti - koma tímar, koma ráð...
Gleðilegt nýtt ár Brynja mín og fjölskylda,
kveðjur frá Mosó, María
Gleðilegt nýtt ár elsku Brynja og fjölskylda. Greinilegt að það var fjör hjá ykkur um áramótin. Eins gott að það fór ekki verr með rakettuna.
Knús á ykkur frá prófa- og vinnubrjálæði.
Ingibjörg
Post a Comment