Wednesday, April 15, 2009

kartöflusúpa og panflautuleikur Orra

Fyrsta útgáfa masterverkefnisins míns farið og mánuður þar til lokaskil eru, yndislegt og ég mun hampa lýðheilsufræðititlinum áður en ég veit af. Í draumum mínum er ég líka búin að selja húsið mitt. Allavega ég er endurnærð eftir yndislegt fríið. Það var svo gaman að hitta Orra, Þóru og barnaskarann þeirra. Við nutum augnabliksins en náðum samt að dagdreyma um ókomna tíma á Akureyri. Það verður yndislegt að hafa aðgang að kartöflusúpu og panflautuleik Orra. Marathon voru hlaupin í vínarbrauðsáti, strandaferðum, dýragörðum, útiferðum, gufuböðum, freyðiböðum og sjóböðum, varðeldum, spjalli, marsmellósgrillun og ekki má gleyma Eje Bahnehöj hæsta "fjalli" Danmerkur. Yndislegt. Hér koma myndir.

Jíha
yndislegust
þetta voru góð egg
Orri er svo rómó
ein loðin kónguló og einn loðinn strákur
Vínarbrauðið er í maganum
Frosti litli
Hoppandi
Stórt fiskabúr
Dagrún og Íris langsætastar
Marsmellós, svona ljómandi klístrað og fínt
Æi greyið
Leika sér á dönskum leikvelli
Fallegur
krabbakló
Hnjooo
uhm
Kuðungarnir mínir
Tyggjókúla í sandi
Noregssnót
Ari
Skeljatínsla
Fallegt
Svona lagleg hjón

9 comments:

Britta said...

Gud, vad härligt det ser ut!!! Hav, blå himmel...mmmm...
Förra året badade jag 6 maj...får se om jag kommer i före dess i år.
Puss o kram från oss här uppe

Nanna said...

En yndislegar og fallegar myndir af yndislegu og fallegu fjölskyldunni sem ég hef saknað aðeins og mikið.

Ingveldur said...

Æðislega gaman að sjá myndir af ykkur öllum! Frosti litli knús, strákarnir sætir, stelpurnar sætar, ströndin heillandi, krabbar, köngulær og Kill Bill the Fish... gangi þér vel á lokasprettinum - vorið er komið og grundirnar gróa og styttist í húsasölur og flutninga ííhaaa.

edda said...

æði :)

Goa said...

Yndislegar myndir! Þær anda hamingju og vináttu! Og spenningi um þá tíð sem koma skal.
Takk!

Gangi þér vel elsku Brynja með allt og allt!
Kram...

Fnatur said...

Falleg börnin, náttúran svo hrá en samt full af hlýju og gamlingjarnir eru bara ansi svalir:)

Ást, kossar og sakn.

ingibjörg said...

Fallegar myndir og fallegt fólk, birta yfir öllu. Knús til þín Brynja mín, vona að það gangi betur með húsasöluna.

Magnús said...

Mér sýnist Zamfir geta farið heim að leggja sig.

inga Heiddal said...

Fantastiska bilder!!!!! Hér er fyrsti sumardagur á morgun og spáð roki og kulda :=(... En Gleðilegt sumar samt...:=)