(Árskógssandur okt. 1979).
Það var þokuloft en stilla. Hún stakk höndunum inn í flípeysuermarnar og horfði á ósköpin. " afi þetta er óðgeðslegt en líka svo fallegt". Hann hló og rétti henni gamla málarahanska í öllum regnbogans litum. "sjáðu hér eru garnirnar og finndu hér hvað þetta er gróft, það er af því steinbíturinn étur skeljar og steina". Hún snerti innyflin varlega , "hvað er þetta" "þetta er hrognpokinn" "jáhá, má ég fá pinna?" "pinna?" "já eða svona prik". Henni fannst þetta áhugavert, hún skoðaði fiskana og fannst sérstaklega gaman að strjúka fingrinum eftir svörtu röndinni á ýsunni, hún velti mikið fyrir sér hvar heilinn væri og þegar afi hennar tjáði henni að fiskar væru heilalausir en með kvörn og kalt blóð dillihló hún.
(Akureyri okt. 2009).














8 comments:
yndislegt..þetta gerir svo mikið að fá að upplifa hlutina með sínum nánustu og býr til gleði dagsins í dag og góðar minningar í framtíðinni :) knús Ragna
skemmtileg frásögn og ennþá skemmtilegri mydnir, yndislegt að eiga svona afa sem hefur tíma og elsku:)
Yndislega myndræn og ljóðræn frásögn, Dagrún er heppin að hafa afa sinn og ömmu (x2) svo nálægt sér. Að lesa minningarbrotið kveikir löngun í að skrifa eitthvað...
Knús til þín!
Ooh I love fishing you lucky ones
So nice hearing from you M, hope everything is swell, lets make it a plan next time we meet...going fishing.
kram
Brynja
frábærar sögur :-)
Vá hvað þetta var flott frásögn og flottar myndir!!! Ég er að vinna með einni sem þekkir þig reyndar geturðu líka séð myndir af henni á nýjasta blogginu mínu. Vorum saman í afmæli á laugardagskvöldið. Hún heitir Snjólaug Árnadóttir. Kremja á þig með vinstri hendinni. INGFA
sniff sniff :)
Post a Comment