Saturday, November 21, 2009
find a way to give a little love everyday
Að vera minntur á hversu allt getur snúist við á einu augnabliki er góð lexía. Því fylgir auðmýkt og þakklæti fyrir allt og allt. Venjulegir dagar fá nýja sýn og hversdagsleikinn og hvunndagsáhyggjurnar eru guðvelkomnar. Hégómalegar óskir missa sín og hamingjuhugmyndin verður tærari og raunverulegri og efnishyggjunni er gefið langt nef. Gleði, fegurð, friður eru dýrmætir eiginleikar og við höfum öll okkar persónulegu skilgreiningu á þessari heilögu þrenningu. Vissulega geta ýmsir atburðir seinkað því að hún taki sér bólfestu í hjarta okkar en með jákvæðu hugarfari, bjartsýni og kærleika sem birtist í orði og verki aukum við líkurnar á tilkomu hennar. Nú er aðventan að renna í garð og eins og Celin Dion vinkona mín segir, dont save it all for Christmas day, find a way to give a little love everyday.
Sunday, November 15, 2009
Ást er
Ást er lykt af steiktum kjúklingi með kartöflum og grænmeti.
Allir sitja við borðið og börnin vilja blöndu af gosi og vatni því það er betra.
Saga er sögð af nautaati í Madrid, maður fær gat milli rifja og það er beðið um meira.
Ást er plastkassi fullur af legó, jólaljós og ropi í kaffivél.
Fullorðnir að lesa og dást að fallegum orðum.
Pabbinn með prjóna, mamman með svuntu og gesturinn með smásögu sem segir 1-0.
Ást er upplestur úr Lovestar og skólaljóðum, Móðurást og Bjössi litli á Bergi.
Fá sér döðlur með gráðosti, snjókarlaís og búa til klósett og legóhamborgara.
Fara seint að sofa og fá að sofna í mömmuogpabbarúmi.
Allir sitja við borðið og börnin vilja blöndu af gosi og vatni því það er betra.
Saga er sögð af nautaati í Madrid, maður fær gat milli rifja og það er beðið um meira.
Ást er plastkassi fullur af legó, jólaljós og ropi í kaffivél.
Fullorðnir að lesa og dást að fallegum orðum.
Pabbinn með prjóna, mamman með svuntu og gesturinn með smásögu sem segir 1-0.
Ást er upplestur úr Lovestar og skólaljóðum, Móðurást og Bjössi litli á Bergi.
Fá sér döðlur með gráðosti, snjókarlaís og búa til klósett og legóhamborgara.
Fara seint að sofa og fá að sofna í mömmuogpabbarúmi.
Friday, November 06, 2009
brauð með sultu
Sunday, November 01, 2009
þegar lullið fær að vera frammí
Merkileg þessi ró, í takt við veðrið. Harla dásamleg og gott að leyfa henni að vera. Að lullast er gott, sérstaklega þegar lullið fær að vera frammí með ís og samviskubitið og sönnunarbyrðin eru í brúnum krumpuðum bréfpoka afturí ásamt samankuðluðu plasti utan af roastbeef samloku.
Dagurinn hófst á ferð í rúmfatalagerinn þar sem var keypt sokkagarn og batterí. Svolítil tiltekt og grautargerð fylgdu á eftir. Hrísgrjónagrautur með rúsínum og krækiberjasaft fylltu öll skúmaskot maganna og graskersskurður tók við og loks "the nightmare before christmas"... ár síðan síðast.
Dagurinn hófst á ferð í rúmfatalagerinn þar sem var keypt sokkagarn og batterí. Svolítil tiltekt og grautargerð fylgdu á eftir. Hrísgrjónagrautur með rúsínum og krækiberjasaft fylltu öll skúmaskot maganna og graskersskurður tók við og loks "the nightmare before christmas"... ár síðan síðast.
Subscribe to:
Posts (Atom)