Sængin mín er rósótt í dag og eflir með mér rómantík og fær að knúsa mig ofurlítið lengur með hæfilegri leti í morgunsárið. Við byrjuðum á því að hlusta á Söruh Bisko en horfðum líka á mynd um Agnesi, frönsk kvikmyndagerðakona sem gengur aftur á bak rifjandi upp lífið og listina. Hún gerir það fallega og ég og sængin finnum samleið með henni. Hún segir sögur sem eru hlýjar, ástríðufullar, pólítískar, fyndnar en fyrst og fremst sögur úr hversdagsleikanum sem stundum eru sagðar í hvalsmaga eða íklæddri kartöflu.
Hér kemur ein saga úr mínum: Valur gengur inn í grænu úlpunni sinni með fangið fullt af hreinum rúmfötum, hvítum, grænbróderuðum. Hann hendir þeim í sófann hjá mér og ég anda innilega að mér útilyktinni
Þetta er fallegur sunnudagshversdagsleiki og Valli er fyndinn.
Agnes segir að að ekki sé hægt að stjórna tilfinningum. Ég og sængin erum ósammála henni. Það er nefnilega hægt, stundum. Sérstaklega er hægt að vanda sig og lita dagana með húmor og upplifun, koma auga á litina. Það er sunnudagur í dag, frídagur hjá flestum. Ég ætla hvorki að nota daginn til að vera reið né hrædd við náttúruna eða spillingu. Ég ætla að búa um sængina mína, skoða upprenndandi grænmetisgarðinn minn og kaupa fræ. Ég mæli með að þið gerið slíkt hið sama en í ykkar mynd og set ykkur það verkefni að skrásetja það hér.
Sunday, April 18, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Alltaf jafn skemmtilegt að lesa það sem þú ritar elsku vinkona.
Ég ákvað að hunsa lasleika og taka inn fullt af vítamínum svo ég gæti mætt til fermingabarns systur minnar og ég gerði. (að vísu með tvöfaldan hausverk þegar heim kom en annan eins skammt af gleði yfir hitting við ættmenni og aðra). Börnin léku sér og frændsystkinin Ísfold og Hafsteinn (hennar Steinunnar) undu sér vel að hanga saman í rimlunum meðan ég fór með Viktor og Ísadóru í leiðangur um "gamla" Árskógsskóla. Ótrúlegt að það sé borðað í gömlu skólastofunni okkar og eldhúsið sé í litlu stofunni og kennarastofunni..og saumastofan í gamla matsalnum...
Þegar skjávapinn vildi ekki virka um kvöldið skemmti ég mér yfir Zippo við að reyna koma hlutunum í gagnið og útnefndi hann Konung internetsins og síðar Konung tækninnar.
Þannig var minn hversdagsleiki þennan sunnudaginn :)
knús Ragnan
Fræið mitt þennan sunnudag var að sofa vel og lengi, baka skúffuköku og fá óvænta gesti til að sporðrenna henni og hjóla með þeim upp að bóndabæ til að klappa kálfum og íslenskum hestum. Við hjóluðum svo lengri leiðina heim og nutum vorblíðunnar.
Daginn endaði ég svo með að spila við karlinn eftir að krakkarnir voru komin í ból - takk fyrir frábæra lesningu eins og alltaf Brynja mín, þú ert einstök.
Post a Comment