Saturday, November 20, 2010

Utan frá og innan frá

Ég er ekki kerling eða hvað? Stend nálægt fertugu en ég man þá tíð sem slíkur aldur þótti vera upphaf elliáranna tja eða miðbik þeirra ef hart var í ári. Hugsanlega er það afneitun á háu stigi eða hreinlega lífsins gangur að þetta verði bara betra með hækkandi sól þó það hljómi án efa sem húmbúkk í eyrum tvítugs einstaklings með mynd af bílnum í vasanum.
Það er eitt sem vex samhliða búkonuhárum á höku en það er dellan. Dellan er vinkona mín. Henni hefur tekist að finna sér marga farvegi í lífi mínu. Ein þeirra birtist í glysgirni og skrautgirni sem nær hámarki þegar jólahátíðin viðrar sig og kíkir fyrir horn. Mikið óskaplega finnst frúnni á Skólastígnum gaman að setja ljós út í glugga og dást að þeim hvort sem er utan eða innan frá.
Utan eða innan frá er gott en utan og innan frá er betra. Saman en sitt af hvoru tagi sjónarhorn sem glæða grámanum lit. Kærleikann þarf að sína í verki, fræðin þurfa að nýtast í praktík, fallegar hugsanir þurfa að birtast í orðum og gerðum. Verum mikið utan og innan frá dagana sem eru í vændum og alla daga ef út í það er farið. Leysum úr læðingi einlægnina. Setjið hana efst í bunkann og setjið Flýtinn og Græðgina neðst og helst í Kompóstið. Jamm I am what I am og ekkert annað jafnvel þó ég þjófstarti og setji aðventuljós út í glugga áður en það er leyfilegt á dagatalinu, mér finnst það bara vera svo utan frá og innan frá og þess vegna hentar það mér ágætlega.

2 comments:

Árný said...

Alltaf sama krúttið Brynja mín - ég sakna jólaljósa, hér tíðkast þau ekki svo mikið. Sóun á dýru rafmagni held ég að fólk hugsi, en ég sakna ljósanna og hlakka til að flytja heim í jólaljósarest.

Ingibjörg said...

sko mína, farin að blogga aftur, falleg orð Brynja mín, ég set að vísu ekki jólaljós upp fyrr en á aðventu en alltaf er notalegt að kveikja á kerti hvort sem það er aðventa eða ekki.
Kær kveðja norður, verðum að spjalla saman fljótlega, Ingibjörg