Wednesday, February 22, 2006

Barnamyndlist

























Ég man þegar Hörður Breki fékk bara að leika sér með dót sem við foreldrarnir bjuggum til, hringlur gerðar úr filmuboxum, plastflöskum og hrísgrjónum. Smátt og smátt létum við og aðrir undan samfélagslegum kvöðum um kynbundin leikföng. Hörður Breki stóð fast á sínu þegar hann var þriggja ára að ef hann yrði að eiga dúkku þá þyrfti hún að vera í löggubúningi. Dagrún Kristín erfði smábarnaleikföng bróður síns en allt kom fyrir ekki hún vill að allt sé bleikt og með prinsessustimpli. Ég er svo stolt af börnunum mínum og svo lengi sem þau gera sér bæði grein fyrir að prinsessur geta handsamað dreka og bjargað prinsum þá er ég sátt. Það má annars glögglega sjá á myndum Harðar Breka og Dagrúnar hvað þeim er hugleikið þessa dagana. Dagrún teiknar prinsessur með sítt hár og Hörður Breki skapar stríðsmenn, skrímsli og fígúrur í óða önn. Hann er ákveðinn í því að verða myndlistarmaður þegar hann verður stór og búa til teiknimyndir.

Í gær fann ég vorlykt. Sólin skein, það var hlýtt eða hlýrra en undanfarið. Ég keypti mér páskaliljur í potti og strauaði hvítan dúk til að hafa á eldhúsborðinu. Ég komst að því í morgun að vorlyktin var óskhyggja, það sést á myndinni sem ég tók fyrir augnabliki síðan út um gluggann minn.

9 comments:

Anonymous said...

Hæ Brynja, flott blogg, gaman að sjá myndirnar sem börnin þín teikna og vertu nú dugleg að vökva páskaliljuna þína, vorið hlýtur að koma.
saknaðarkveðja
Jón pylsa

Anonymous said...

Hæ Brynja, hvernig er þetta er enginn sem kommentar á nýja bloggið þitt? Annars bið ég kærlega að heilsa mömmu þinni og pabba og svo auðvitað tengdaforeldrum þínum, það var virkilega gaman hjá þeim á þorrablótinu um daginn, vissi ekki hversu liðtæk þau eru í dansinum.
kær kveðja
Jón Pylsa

Anonymous said...

úfff... það er ekki vorlykt hérna í rvk...og ég held því miður að það sé langt í að ég finni þá lykt...:(
En mikið eru þetta nú flott listaverk hjá þínum yndislegu börnum!!! Prinsessurnar standa nú alltaf fyrir sínu og endalaust hægt að teikna þær og túlka á nýja vegu..;)
En best af öllu fannst mér að sjá hinn ágæta Svamp Sveinsson þarna í öllu sínu veldi á meðal stríðshetjanna... ómetanlegt...;)
Bless í bili... farin að lesa um Hallfreð vandræðaskáld og hans kynni af Ólafi Tryggvasyni Noregskonungi... spennandi.. æ nó..;)

Anonymous said...

HB og DK ég sakna þess að teikna með ykkur. Þið eruð ótrúleg flink.
Ég er sammála Brynju Völu, Svampur Sveinsson stendur alltaf fyrir sínu og gott ef ekki sást bregða fyrir kokhraustu klósetti á annarri mynd !

Lovjú
Edda

Anonymous said...

Hæ hæ!

Segi það sama og þú Brynja..maður bókstaflega bíður með öndina í hálsinum eftir vorinu og síðan er endalaus snjókoma! Til hamingju með bloggið, gaman af þessu og frábær leið til að fylgjast með fjölskyldunni. Verð að taka undir önnur comment að það eru greinilega fleiri listamenn í fjölskyldunni. :=)

Knús og kram, Guðrún og Þóra Laufey

Anonymous said...

Flottar myndir hjá Herði og Dagrúnu. Já hér er sól og 15 stiga hiti....sem sagt vor í lofti í enda feb ligga-ligga-lá-lá. Um að gera að flytja hingað og listaspírast í staðinn fyrir að vera í joggingöllum í Svíþjóð og láta snjóa endalaust á sig ;)

Annars er ég viss um að það fari að snjóa á mig á morgun eftir þetta mont komment haha.

Kveðja, Fanney

brynjalilla said...

Svei mér þá ef það er ekki vorlykt í dag, 5 stiga hiti og hvínandi hált. Væri alveg til í að vera í USA í 15 stiga hita en bara ef ég mætti vera í jogginggalla. Annars hlýtur nú að fara að koma vorlykt í Reykjavík. Það má allvega hjálpa til með því að baka gómsæta vorköku með appelsínu- eða sítrónubragði! HB og DK sakna þín sko líka Edda og tala um þig á hverjum degi. Þeim finnst æðislega gaman þegar ég les "kommentin" sem þeim eru ætluð!
En fyrirgefðu hver er eiginlega Jón pylsa?

Magnús said...

Púff, hvað þetta eru flottar myndir. Af framtíðaráformum nýaldarkynslóðarinnar hérlendis er það helst að útlit er fyrir að Vala Birna taki kúrsinn á sönglist, að minnsta kosti horfði hún á Idolið og hélt þá höndinni að munninum eins og hljóðnema og gaf frá sér ýmis ljúflingshljóð. Spurning hvort við förum ekki að líma upptökutæki á hana sem fyrst. Tschüss.

brynjalilla said...

Mikið hlökkum við til að hitta hana Valgerði Birnu. Annars þá er boðið upp á tónlistarnámskeið hérna í Örebro fyrir kornabörn, mjög sniðugt og eflir samskipti foreldra og barna um leið og tónlistaruppeldið fær sinn skerf!
knús