Thursday, February 23, 2006

Páskaliljur og pönnukökur

















Það er gott að vera í sportleyfi. Í morgun þegar ég hjólaði í ræktina var ég allt í einu stödd í ævintýrinu um Ronju Ræningjadóttur. Þokan var yfir öllu, hrafnarnir krúnkuðu og svei mér þá ef ég sá ekki glitta í grádverga í skóginum, pínulítið skemmtilegt og ógnvekjandi í senn. Það voru engin ævintýri í ræktinni nema gleði yfir að loksins er búið að skipta um tónlist. Ég neyðist ekki lengur að hlusta á gamla sænska slagara mest skyldum lögum á borð "við stál og hnífur" og "einn dans við mig" (flytjandi Hermann Gunnarsson). Dagurinn var síðan ósköp notalegur. Vinur hans Harðar Breka, Isak kom í heimsókn og við heiðruðum hann með íslenskum pönnsum sem runnu ákaflega ljúflega niður. (Aumingja Valli fékk enga þegar hann kom úr vinnunni, pönnsurnar sko kláruðust). Guðrún og Þóra Laufey héldu mér svo félagsskap og við áttum góðar stundir við eldhúsborðið. Páskaliljan náði að sannfæra okkur, þar til við heyrðum veðurspána, að nú væri farið að skíma í vorið.

7 comments:

Anonymous said...

Passaðu þig á rassálfum sem liggja í leyni og stinga prikum inn í teinana á hjólum saklausra hjólreiðamanna svo þeir steypast á hausinn á leið til skóla eða vinnu! Hmm.
Gaman að sjá hvað daman á heimilinu er móðurleg úti í kuldanum með barnið vafið í gult teppi. Minnir þó á Britney Spears að vera með barnið í fanginu og stjórna ökutæki um leið ... (tékka á slúðrinu frá Ameríkunni, ótrúlegt hvað þetta er ekki búið að fara framhjá manni þótt maður lesi bara Moggann).
En hvað eru drengirnir með um hálsinn? einhver sýndarveruleikagæludýr eða staðsetningartæki ? hvað veit ég.
Til hamingju með pönnukökurnar!
Ástarogsaknaðarkveðjur,
Ingvelds.

brynjalilla said...

hahhhaa já þeir hafa nú strítt mér svolítið eins og þú veist! Hhahahaha þetta er ekki staðsetningartæki en það gæti verið góð hugmynd fyrir sumar nútímafjölskyldur. Þetta eru "tamagútsíarnir" þeirra sem þeir hafa um hálsinn, sýndargæludýr sem taka allan þeirra tíma nánast. Það þarf að leika við dýrið, hreinsa hægðir og þvag, ala það upp, hrósa og skamma þegar þess er þörf. Dýrið eignast svo börn þannig að á vissan hátt má segja að ég sé orðin amma.
sakna þín snúllan mín.

Anonymous said...

Já hahaha. Dagrún minnir á Britney þarna í bílnum. Mjög lík mynd af þeim hahaha. En hvað ert þú alltaf að tala um að þú sért að hjóla út um allt. Fyrirgefðu en er ekki allt á kafi í snjó hjá ykkur????? Hjól koma ekki efst í huga minn þegar ég horfi á myndirnar ykkar. Þú veist að þú ert í Svíþjóð en ekki lige glad (er það ekki annars skrifað svona hehe) að hjóla í Danmörku!!!!!! Jæja best að hætta þessu bulli. Gaman að sjá þessar yndislegu myndir af krökkunum og ykkur öllum. Hver er annars þessi huggulega dama með litla baby?
Knús og kossar, Fanney

Anonymous said...

Heyrðu amma gamla... er maður bara að missa af öllu fjörinu hangandi hérna á íslandi...??! ;)

Svona sýndargæludýr voru heitari en allt sem heitt er þegar ég var á fermingaraldri, ótrúlegt en satt þá neitaði mamma að gefa mér svona en vinkona mín sem var búnað fá leið á sínu lánaði mér... og jiii... hvað þetta var gaman... og þroskandi..???

En flottar pönnsurnar ykkar, ef ég ætti pönnu myndi ég baka mér nokkrar núna, en ætli ég verði ekki bara að láta súkkulaðið nægja...

Jæja... heyrumst fljótt

bleble;)

brynjalilla said...

Já það er ekki von að þið hristið hausinn yfir hjólreiðaafrekum mínum. En ég bý sko í Örebro sem er með eina brekku með svona sirka 20 gráðu halla. Örebro er hjólreiðabær og áður en það er mokað fyrir bílunum er mokað fyrir hjólreiðafólki. Það er svo umhverfisvænt að hjóla og eins og þið vitið eiga Svíar heimsmet í "umhverfisvænu".

Daman er Guðrún vinkona okkar en hún er að læra "teaterpedagogik" hér í Örebro.

Ég þarf greinilega að fara að kaupa hjálm á dúkkuna hennar Dagrúnar! Að vísu er þotan hennar ekki með loftpúða sem hlýtur að vera plús.

Já "tamgútsí" er orðin hluti af heimilslífinu. Að vísu fer ég ekki með tamgútsíinn hans Harðar Breka með mér í skólann og "passa" hann meðan Hörður er í skólanum (þekki sko eina mömmu sem gerir það), barnið er sett á pásu sem er nú ekki mjög þroskandi athöfn. Ég er hinsvegar sannfærð um að kúk og piss hreinsanir ásamt því að ala veruna upp sé nokkuð þroskandi fyrir minn sjö ára gamala strák sem annars finnst skemmtilegast að leika sér í tölvum, lego og fótbolta.

Anonymous said...

He he Myndin af Dagrúnu vekur með mér spaugilegar hugsanir. Ábúðarfullir karlmenn í varðstöðu og ein lítil kona með barn í fanginu, sitjandi á eina sjáanlega sætinu..................jamm hvað haldið þið að mér hafi nú dottið í hug?

brynjalilla said...

Hmmm, er ekki alveg að fatta hvað þér hefur dottið í hug, María með Jesúbarnið eða.....?