Sunday, April 02, 2006

snjóanda







Sunnudagur 2. apríl 2006

kæra dagbók!
Við sváfum frameftir, alveg til níu. Þá blessaði sjónvarpið börnin með stríðshetjum og kærleiksbjörnum. Foreldrarnir kúrðu og voru móðgaðir við veðrið. Það sem sé SNJÓAÐI í morgun. Áttuðum okkur svo á því að allt hefur sinn tilgang. Jú þarna var gefinn síðasti séns á að leika sér almennilega í snjónum....eftir grautarspón og mátulega morgunfýlu drifum við okkur út og viðruðum fýluna úr okkur með snjóhúsa- og snjóandagerð (skemmtilegt orð "snjóanda"). Héldum svo kakó- og snúða boð með kertaljósum í félagsskap góðra anda.
þín Brynja

10 comments:

Anonymous said...

æjjæjj það var nú ekki gott að snjórinn sé að fara það er samt búið að vera vont veður hjá okkur á Íslandi :(:( ekki gott :D:D vonandi skemmtiði ykkur vel þarna í Svíþjóð :D:D sjáumst svo bara þegar þið komið til Íslands í Ferminguna mína 4 Júní 2006 en bless í bili bæbæ

ps.ég bið að heilsa Herði Breka, Dagrúnu og Valla bæbæ

Anonymous said...

Hæ, sé að það hefur verið sama stuð á ykkur og okkur í dag, þar sem við lékum okkur á sleðum, stiga og snjó....í plastpokum, mikið fjör og gaman. Rauð nef og kinnar og heitt kakó, klikkar aldrei. Annars eru allir kátir, vorum í Köben í sl. viku (á sama tíma og þið að er virðist), lentum í brjáluðu ísl. veðri báðar ferðir til og frá Ak. - mikið fjör. Gaman að fylgjast með ykkur. Heyrumst seinna,
kv. Solla og co.

Anonymous said...

Hæ elskurnar, Brynja hefur gáfuna að allt sem hún snertir með huga eða höndum verður að list, hvort sem það eru "snjóendur" eða þakklætisljóð, sakna að fá ekki Brynjulegar heimsóknir á sunnuagsmorgunum. Annars er allt í drasli heima hjá mér og endalaust hreinatau og órheinatau. Hvað er annars með allan þennan þvott? Kveðja, Jóa spóa í Vanabyggð.

Anonymous said...

Hæ hæ
Rosalega flott snjóhús og flottar snjóendur ! Okkur er við við það að fenna á kaf hér í nýja húsinu en við erum svo ánægð hér að okkur finnst það næstum bara vinalegt ;)
Nú fer að styttast í komu ykkar, mikið óskaplega verður það gaman
Kveðja
Edda

Anonymous said...

Gott hjá ykkur að nýta snjóandann á sunnudegi og gera gott úr öllu saman. Ég nýtti sunnudaginn í að heimsækja mömmuna mína og börnin mín rifust smá stund úti í snjónum hér - fínt þau voru úti, þá þurfti ég ekki að hlusta á tuðið. Notaði svo kvöldið í að raða bókhaldinu í möppur - ógissl gott að vera búin að því !
Love you all, Ingveldur

Anonymous said...

æi hvað þið eigið gott að geta glaðst yfir snjónum og nýtt hann í listaverk.
Hér hef ég hinsvegar böl......og rag........yfir snjónum, teppir heimreiðina mína, lokar fyrir aðdrætti og heimsóknir mætra manna.
Kakó er samt gott og ég elska ykkur!
kær kveðja

Anonymous said...

Mhúahahahahahahaha. Ég er í 28 gráðu hita ligga ligga lá lá.

Kv, frá Florida ligga ligga lá lá.

p.s. geðveikar myndirnar af snjóhúsinu og krökkunum.

Bromley said...

frábærar myndir!
Það liggur við að manni langi í snjókomu..kommon hvað var ég að segja, aldeilis ekki, fagnaði 15 gráðunum í dag og hverri gráðu upp á við eftir það.
Bestu kveðjur,
Frú Bromley

Anonymous said...

Sæl elskurnar ! Já hér er líka töluverður snjór og það spáir norðaustan og snjókomu frá og með morgundeginum, til laugardags ! Vorum í brúðkaupi í R.vík 25.mars. Svava Sólveig Svavarsdóttir var að giftast sínum heittelskaða Gunnari Erni Gunnarssyni.Sendum myndir af viðburði á netfang Vals.
Annars allt gott af okkur, hlökkum til að sjá ykkur hér í eigin persónu. Ástarkveðjur úr Snægili.

Anonymous said...

Alltaf gaman að frétta af ykkur - erum á leið í snjóinn fyrir norðan um helgina - veit ekki með snjóhúsagerð þar??? Kemur í ljós :)
kv. Árný