Monday, May 29, 2006
Island-Ísland
Hej vad härligt det är att vara här på Island, Akureyri. Förstås saknar jag er men jag vet och är säker på att ni kommer hit en dag och har det mysigt med mig. Vi njuter att vara med familjen, vänner och äta isländsk mat, fisk och ¨skyr". Vädret var hemskt när vi kom hit, snö och vind men nu skiner solen och vi är duktiga att besöka simmhallen (inte svimmhallen) och vi har redan vandrat på Súlur vilket är Akureyris mest berömda berg
1213 m. Det var underbart! Min utställning börjar snart och som ni vet både oroar jag mig och ser fram emot den, ville bara önska att ni kunde var här hos mig och "beundra" min konst! Ha det så bra vi ses om några veckor.
Það er gott að vera komin á Akureyri, svo stutt síðan við vorum hér síðast en samt svo langt líka. Nokkrar byggingingar hafa bæst við en annars er eins og tíminn hafi staðið í stað...auðvitað... bjóst maður við einhverju öðru? Lentum í maíhreti aldarinnar og það óneitanlega lamaði okkur um stund, engin stígvél með í för en sem betur fer þá er sólin farin að skína og Akureyri er orðin söm við sig og vonandi fuglalífið um leið. Gengum á Súlur á laugardaginn, það var frábært, veðrið með besta móti, logn á leiðinni og ágætis yfirsýn á Akureyri, fjallasýnin var svo sem ekki til að hrópa húrra fyrir en vonandi náum við henni þegar við þrömmum Kaldbak. Ætla að minna minn heitelskaða á að bera á sig sólvörn þá en hann gleymdi því á laugardeginum og er búin að þjást af rauðmagasyndróminu síðan.
Erum umvafin fólkinu okkar og það er svo gott, börnin elska að vera hér og sonur okkar sést varla svo önnum kafinn er hann við að vera með vinum sínum.
Vona að ég hitti ykkur öll síminn minn er 8610035
Friday, May 19, 2006
brunahani
....já og nú er föstudagur og Svíar í sjokki yfir kynlífsásökunum Silvíu Night á hendur Carólu. Missti af júrívisjón í gær þar sem það voru skólaslit og veisluhöld í skólanum mínum. Allir náðu að slaka vel á og það var dansað í eldhúsinu og þaki skólans. Ég er búin að kenna Svíum að segja skál á íslensku og því ómaði "brunahani" lengi frameftir kveldi. Annars er ég voða ánægð með að vera búin að fá styrk til að fara á þriðja árið í skólanum en sá styrkur er veittur einum nemanda ár hvert, fæ góða vinnuaðstöðu, aðgang að kennurum, frjálsræði og umfram allt þarf ekki að borga skólagjöldin sem annars létta pyngjuna verulega.
Við erum svo bara að fara að setja okkur í stellingar fyrir Ísland þar sem á að snjóa um helgina en isspiss við tökum bara úlpurnar með okkur. Hllökkum til að drekka íslenskt vatn, fara í heita sundlaug, borða skyr, nóakropp og fisk svo ekki sé talað um að hitta ykkur öll!
ps: munið að taka frá 9. júní en þá opnar myndlistarsýningin píkublóm og klakabönd í Populus tremula, kjallara listasafnsins á Akureyri, klukkan 20:00
og þið eruð að sjálfssögðu boðin
Sunday, May 14, 2006
...á morgun er mánudagur, svo kemur þriðjudagskömminn og svei mér þá næst er miðvikudagur. Skrýtið en eftir viku verð ég að pakka svona uþb. 20 skópörum ofan í tösku til að hafa með mér til ættjarðarinnar. Annars er þetta búið að vera frábær vika í veðurblíðunni. Ég er búin að vera í "landart" kúrsi, með frábæran kennara frá USA og er búin að búa til stórt vögguhreiður í einum af skógum Svíþjóðar. Ber stolt þess merki eftir samskipti mín við ýmsar skordýrategundir og hvassar greinar. Fýlaði það í botn að vera út í skógi og höggva greinar og vera drullug, svona "moka skít I love it" tilfinning. Ég fór líka með píkublómin mín í göngutúr í náttúrunni og þau frískuðust öll upp, fínt að punta sig svolítið fyrir sýninguna á Íslandi. Annars er helgin búin að vera mjög góð, eyddum henni í félagsskap tandúríkjúklings, mocchitos, starwars, barbísundlaugar, vinum stórum og smáum.
En elskurnar mínar, sjáumst svo bara í næstu viku
knúsirús
Sunday, May 07, 2006
Jæja nú er ég búin í baði, orðin ung aftur í kroppnum!
En París já hún var yndisleg, læt fylgja með myndir því til sönnunar, er hinsvegar enn að jafna mig á vonbrigðunum að stór hluti af myndunum mínum eyðilagðist og þar á meðal allar af mér og Rósu og kærastanum hennar, held þetta sé reyndar viðleitni myndavélarinnar minnar að hvetja okkur til að hittast fljótlega aftur. Ég er sem sé sannfærð um að orsök myndahvarfsins liggi í tæknilegum mistökum minnar ástkæru myndavélar neita að gefa því séns að um mannleg mistök séu að ræða. Þessar myndir eru héðan og þaðan, allt frá erótískum formum úr náttúrunni, krossum, gömlum konum, safnaferðum, háskólaheimsóknum upp í notalegar kaffihúsaheimsóknir.
Eftir París tók við undirbúningur samsýningar skólans, sýningin er sett upp í slotti Örebroar í skemmtilegum sal, háum til lofts, útskotum og bogadregnum rýmum. Ég sýni ljósmynda- og collageseríu sem ég kalla "nordisk rum/familjeporträtt". Opnunin tókst vel, troðfullt sem þýðir að flestir koma vonandi aftur til að geta virt sýninguna almennilega fyrir sér. Við fjölskyldan fórum svo út að borða á eftir og svo fór ég á "fest" með samnemendum mínum undir berum himni í hitanum. Það var yndislegt og við dönsuðum salsa á milli þess sem ég bjó til einhvern ákaflega athyglisverðan hringdans og sannfærði alla um að þetta væri "tradition" á Íslandi, mér fannst ég fyndin en lifði mig vel inn í hlutverkið að kenna dans sem var spunninn á staðnum. Svo var farið í bæinn á BaBar. Ég fékk far á gömlu reiðhjóli með þessum fína bögglabera, það var svo gaman og eins og að ferðast tilbaka í tíma. Babar dró mann aftur til samtímans og við drukkum öl og mocchitos og dönsuðum að sjálfssögðu fram á rauða nótt.
Við erum svo búin að eiga frábæra helgi það er búið að vera 25 stiga hiti og sól. Við erum búin að liggja í sólbaði gróðursetja sumarblóm, borða úti og grilla auðvitað á milli þess sem við förum og kíkjum á draslhauginn sem er á götuhorninu hérna, en það er semsé vorhreingerning og allir safna drasli í haug og skapa vinnu fyrir ræstitækna bæjarins. Við erum búin að finna og eigna okkur eftirtalda fjársjóði
Rauður tréstóll sem er nýttur sem blómastandur, stendur úti skreyttur mislitum sumarblómum
Barnakerra í fínu lagi fyrir gesti sem koma með lítil börn í heimsókn og fyrir Dagrúnu þegar henni verður "illt" í fótunum, tja og líka til að hafa með í búðina þegar maður fer labbandi fyrir vörurnar
Furuhilla með smíðajárnsuppsetningu sem er nýtt sem kryddhilla á veröndinni
Dúkkuföt, notagildi skýrir sig sjálft
Postulínslampi með blámáluðu mynstri, dásamlega kitchí
Bastkörfur sem hlúa að blómunum mínum og eiga án efa eftir að nýtast sem dúkkurúm líka
Vatnsbyssa, kóróna, töfrasproti, 2 bakpokar........to be continued
Mér finnst svo gaman að skoða drasl, viðurkenni það bara. Það er svo gaman að sjá notagildi í hlutum sem eru hættir að nýtast öðrum, breyta þeim og setja í önnur samhengi en þeir eru vanir, hmmm já ég ætla að fela mig á bak við það að segja að þetta sé list og ekkert annað!
Subscribe to:
Posts (Atom)