Sunday, May 14, 2006





...á morgun er mánudagur, svo kemur þriðjudagskömminn og svei mér þá næst er miðvikudagur. Skrýtið en eftir viku verð ég að pakka svona uþb. 20 skópörum ofan í tösku til að hafa með mér til ættjarðarinnar. Annars er þetta búið að vera frábær vika í veðurblíðunni. Ég er búin að vera í "landart" kúrsi, með frábæran kennara frá USA og er búin að búa til stórt vögguhreiður í einum af skógum Svíþjóðar. Ber stolt þess merki eftir samskipti mín við ýmsar skordýrategundir og hvassar greinar. Fýlaði það í botn að vera út í skógi og höggva greinar og vera drullug, svona "moka skít I love it" tilfinning. Ég fór líka með píkublómin mín í göngutúr í náttúrunni og þau frískuðust öll upp, fínt að punta sig svolítið fyrir sýninguna á Íslandi. Annars er helgin búin að vera mjög góð, eyddum henni í félagsskap tandúríkjúklings, mocchitos, starwars, barbísundlaugar, vinum stórum og smáum.

En elskurnar mínar, sjáumst svo bara í næstu viku
knúsirús

5 comments:

Magnús said...

Er ekki málið að þú reddir þér laginu Sveittur í strigaskóm með Bleiku böstunum til að hafa á repeat á sýningunni?

Anonymous said...

það er svo yndislegt að leifa sér að vera skítugur :)
Hlakka til að leika mér með þér og píkublómunum þínum:)
kossar og knús

Anonymous said...

...........ég er að bíða eftir þér, alltaf að bíða eftir þér.

Anonymous said...

Vááá ertu bara alveg að koma, frábært hlakka til að sjá ykkur verð vonandi brún og sælleg eftir sólina á Kanarí. Kv. Jóa spóa

Anonymous said...

Hey hvaða deit er aftur sýningin?

Kv, Fnatzzzz