Monday, May 29, 2006

Island-Ísland


Hej vad härligt det är att vara här på Island, Akureyri. Förstås saknar jag er men jag vet och är säker på att ni kommer hit en dag och har det mysigt med mig. Vi njuter att vara med familjen, vänner och äta isländsk mat, fisk och ¨skyr". Vädret var hemskt när vi kom hit, snö och vind men nu skiner solen och vi är duktiga att besöka simmhallen (inte svimmhallen) och vi har redan vandrat på Súlur vilket är Akureyris mest berömda berg
1213 m. Det var underbart! Min utställning börjar snart och som ni vet både oroar jag mig och ser fram emot den, ville bara önska att ni kunde var här hos mig och "beundra" min konst! Ha det så bra vi ses om några veckor.

Það er gott að vera komin á Akureyri, svo stutt síðan við vorum hér síðast en samt svo langt líka. Nokkrar byggingingar hafa bæst við en annars er eins og tíminn hafi staðið í stað...auðvitað... bjóst maður við einhverju öðru? Lentum í maíhreti aldarinnar og það óneitanlega lamaði okkur um stund, engin stígvél með í för en sem betur fer þá er sólin farin að skína og Akureyri er orðin söm við sig og vonandi fuglalífið um leið. Gengum á Súlur á laugardaginn, það var frábært, veðrið með besta móti, logn á leiðinni og ágætis yfirsýn á Akureyri, fjallasýnin var svo sem ekki til að hrópa húrra fyrir en vonandi náum við henni þegar við þrömmum Kaldbak. Ætla að minna minn heitelskaða á að bera á sig sólvörn þá en hann gleymdi því á laugardeginum og er búin að þjást af rauðmagasyndróminu síðan.

Erum umvafin fólkinu okkar og það er svo gott, börnin elska að vera hér og sonur okkar sést varla svo önnum kafinn er hann við að vera með vinum sínum.

Vona að ég hitti ykkur öll síminn minn er 8610035

11 comments:

Magnús said...

Hei! Velkomin til landsins mar!

Anonymous said...

Hæ, elskurnar.

Gott að heyra að þið njótið verunnar (og tilverunnar). Við hlökkum nú samt til að fá ykkur til baka. Lyktin af myggspreyinu (sem því miður er strax orðið nauðsynlegt) vakti upp minningar um grill og gleði á fallegum sumarkvöldum.

Af okkur er það að frétta að við festum okkur hús í Gautaborg á föstudaginn og erum himinsæl. Það þarf auðvitað að taka í gegn baðherbergin, nema hvað, en Andri minn ætti að vera kominn í æfingu með flísasög, gúmmímálningu og sílikon (í þessu tilviki í rifur en ekki kroppa) svo við kippum okkur ekki mikið upp við það. En það er ekkert sem liggur á, eldhúsið er nýtt, gólfin ágæt og það þarf í mesta lagi að mála aðeins.

En þrátt fyrir að húsið sé fínt þá stendur umhverfið upp úr. Þegar maður keyrir inn í hverfið kemst maður í hálfgerða sumarfrísstemningu nema hvað að húsin eru ívið stærri en sumarbústaðir. Göturnar eru hálfgerðir stígar, íkornar klifrandi í trjánum, 10 mín gangur niður á strönd þar sem hægt er að baða og möguleiki að fá pláss fyrir bát. Skerjagarðurinn bíður svo fyrir utan. Gestaherbergi fylgir!!!

brynjalilla said...

frábært til hamingju með húsið, við erum strax farin að hlakka til að koma í heimsókn til Gautaborgar og já okkur hlakkar líka til að grilla með myggspraylykt í loftinu! Njótum þess núna að vera boðin í mat á hverju kvöldi og vera í góðum fíling og það var bara hin besta blíða í dag!

imyndum said...

:) Yndislega Akureyri, ég var komin upp á súlur með ykkur og tilbúin á Kaldbak. Njótið lífsins ... sendi kossa yfir hafið og heim ... til ykkar, náttúrunnar og allra hinna

Anonymous said...

Hvaða andsk........ myggsprey eruð þið að tala um? Drífa sig í Brynju og fá sér ís (segir sú sem er í sól og 35 stiga hita) með nóa kropp utan á mmmmmm.

Kv, Fnatzzz


p.s. Til hamingju með húsið Rósa.

Anonymous said...

Hejsan!! Gott að heyra að þið séuð komin "heim" heil á höldnu. Gangi þér, Brynja vel með sýninguna, synd að missa af henni. Þú heldur bara eina hér í Örebro við tækifæri.
Ég er með síman hans Vals hér heima, og einhvern póst á ég ekki að senda þetta til ykkar? Gefðu mér heimilisfangið ykkar.
Bestu kveðjur til ykkar allra, kram Eva

Anonymous said...

Eg aetla bara ad bidja alla vini og vandamenn og alla hina lika ad kaupa sem mest af Brynju svo hun geti komid i brudkaupid mitt, hika er sama og tapa, a sjalf nokkur listaverk eftir hana brynju mina og nyt theirra a degi hverjum

I just want to tell everybody who reads this to buy some beatiful art from Brynja so that she can afford to come to my wedding,
Brynja is a lovely artist who have evolved much in the last years so you should see it as a good investment.
hestitate is egal to loosing

Brynjas friend

TOBBA

Anonymous said...

Hvar keyptud thid hus Rosa og Andri kannski i Askim???


Kvedja Tobba

Anonymous said...

Geggju mynd ykkur. Þið lítið ennþá svona asssskoti vel út. Ja hérna, það kom mér á óvart. Hélt þið væruð bæði tvö komin í fjólubláa jogging galla og með hardrokkere möllet eftir að hafa flutt til Sven med vaselinet. Elska að sjá svona gullfallegar íslenskar landslagsmyndir og ekki spillir ef fólk sem að manni þykir vænt um sé með á myndinni. Tralala.
LUV, Fnatur

imyndum said...

Mér er alveg sama þó svo Akureyri sé umvafin snjó í maí, ég fæ geðveika heimþrá að sjá þessa mynd.

Er alltaf að kíkja inn á bloggið þitt til að sjá hvort það séu komnar nýjar fréttir. Mig hreinlegar þyrstir í fréttir af Íslandi og hvað það sé gott að vera umvafinn náttúrunni.

Veit ekki hvað ég er að spá í að búa hér úti í París :)

Ef einhver veit af stöðu í alþjóðarfyrirtæki fyrir hagfræðing sem talar ensku, frönsku, arabísku og hrafl í ítölsku(en ekki íslensku) verið þá í bandi

kveðja, Rósa Rut

Anonymous said...

I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»