Friday, June 02, 2006

Hundertwasser




Veðurfarið er alltaf svo skemmtilega fjölbreytt hér á fróni, árstíðir koma og fara með dagsmillibili og til að lifa af í þessu happdrætti árstíðna byggir maður upp spennublandna tilhlökkun dag hvern..hvaða árstíð skyldi vera á morgun? Það er búið að vera sumar í dag og undanfarna daga og vísbendingar gefnar um að það sé áframhaldandi, sem sé sumar sem staldrar við! Gott. Við blómstrum og vöxum um leið hér heima....búin að fara í 7 matarboð á 10 dögum og þess á milli þarf að vinna upp tap á ýmsum íslenskum fæðuvörum sem ekki finnast í Svíþjóð. En þetta er magnað, mér finnst gaman að vera boðin í mat, sitja frameftir kvöldi, borða, eiga góðar samræður og síðast en ekki síst hlæja og vera svolítið rómantískur um leið. Börnin njóta þess að vera með eða í pössun eftir eðli matarboða....það besta er að það sér enn ekki fyrir endann á þessu og það er víst að við munum njóta þessa á meðan er.

Valur fór austur í dag og byrjaði að lækna sjúka, ég útbýti boðskortum á Píkublómin og klakaböndin og nýt þess að vera með krökkunum.

Börnin eru sofnuð og ég er á leiðinni að fara að lesa í bókinni sem ég fékk í forafmælisgjöf í dag, takk Ingveldur mín! Hundertwasser listmálari er minn félagsskapur í kvöld og ég er eiginlega pínu fegin að vera bara "heima" í kvöld....nýt þess þá bara betur þegar okkur verður boðið næst í mat.
En nú kem ég Hundertwasser minn.

ps: takk Ragna og Zippo fyrir alla fimm réttina í gær og síðast en ekki síst fyrir félagsskapinn!

4 comments:

Anonymous said...

Hey skvísa, flottar myndirnar af ykkur öllum. Hlakka til að heyra frá sýningunni. Þetta verður æði hjá þér.

Knús og kossar, Fnatur

imyndum said...

Mér sýnist sem þið njótið hverjar stundar og búið um leið til frábærar minningar.

Bisous, RR

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Verst að komast ekki á sýninguna. Nafnið er virkilega togandi - og lofar góðu. Lét ættingjana fyrir norðan vita og hvatti þá til að mæta. Vona að það skili sér. Svo sjáumst við fersk eftir nokkra daga á skerinu góða ;)

Anonymous said...

Hmm I love the idea behind this website, very unique.
»