Saturday, June 24, 2006

Naflastrengur

Komin enn á ný til Svíþjóðar og það var bara svo góð tilfinning að koma heim í bælið sitt. Að vísu var voða erfitt að kveðja fjölskylduna og vinina og ekki laust við nokkur tár féllu. En það voru líka ljúfsár tár, frábær mánuður sem við áttum á Íslandi. Við hittum svo marga vini og fjölskyldan var alltaf nálægt okkur. Eignuðumst minningar sem munu án efa hita okkur upp þegar haustar. Skrýtið samt að vera upplifa að naflastrengurinn heim er að breytast, hann er allt í einu orðin svo miklu lengri og sveigjanlegri en áður, ég meina Ísland verður alltaf Ísland og heldur áfram að vera þarna í norðri þ.e. ef við höldum ekki áfram að selja okkur áliðnaði og skammtímagróðamarkmiðum. "Andvarp" ég elska landið mitt og finnst dásamlegt að vera íslensk. Hinsvegar get ég verið svo íslensk allsstaðar í heiminum og það er á vissan hátt mjög frelsandi tilfinning.

Við komum beint í 25 stiga hita og hellirigningu en sluppum við þrumuveðrið, sem betur fer er sólin komin enda heiðrar hún Svía á Jónsmessu sem er stærri hátið en jólin og svo er náttúrlega Svíþjóð- Þýskaland að spila í dag. Við lepjum sólina og njótum þess að vera með tengdó í heimsókn....njótum þess að borða góðan mat og vera ákaflega heilsusamleg þar sem við erum að fara að leggja í hann á Kebne kaise á mánudaginn.....mikið rosalega hlakka ég til! Svo erum við nýbúin að kaupa okkur tjald og sjáum fram á að skoða heilmikið af Svíþjóð í sumar.

Hlakka til að hitta ykkur Tobbalilla og Sveinbjörn hvenær farið þið til Ísalands?

Árný því miður getum við ekki hitt ykkur á Ak í júlí en þið eruð alltaf velkomin til Örebro.

Fnaturinn minn æi já ég veit ég er ekki of dugleg að blogga en það er svona þegar það er sumar og sól, en ég reyni allavega að blogga 2 í mánuði!

4 comments:

Fnatur said...

Velkomin til baka í Vaselinet. Gott að þið áttu góðar stundir á Íslandi. Mér finnst samt alltaf svo gott að koma aftur eftir ferðalög heim í rúmið MITT.
Heyrumst Brynsí beib.

Hogni Fridriksson said...

Svíþjóðar Spurningar:

Þar sem ég ólst upp hjá svon "læknafjöskyldu í Svíþjóð´þá langar mig að spurja nokkurra spurninga:

1. Kaupið þið Bamse eða Pellefant handa börnunum ykkar?

2. Borðið þið Blodpudding?

3. Hafið þið smakkað sænskar pannkakor og hverning finnst ykkur þær?

4. Er ennþá asnalegi þátturinn "Anslagstavlan" í sjónvarpinu með tilkynningum frá ríki eða sveitafélagi?

5. Fáið þið ykkur bullar og saft út í garði?

6. Eru ennþá alltaf einhverjir unglingar stungnir með hníf á midsommar? og ætlið þið að fara að dansa í kringum majstangen?

7. Eru hard-rockare og synthare enn við lýði? Eða er eitthvað annað komið í þeirra stað?

Ég er með miklu fleiri spurningar en ég dembi þeim kannski bara á Valla í staðinn.

Anonymous said...

Hæ!
Vildi bara segja að okkur þótti leiðinlegt að sjá ykkur ekki meir á Akureyri, en hei svona er lífið ;o). Vonandi hafið þið það sem allra best og við sjáumst bara eldhressari þegar þið komið aftur, eða við leggjum land undir fót.
kv. Solla og Garðar!!!

Anonymous said...

Great site loved it alot, will come back and visit again.
»