Monday, June 05, 2006

vei bloggleikur, hermiherm

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og…
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ég segi þér hvaða frægu manneskju þú minnir mig á.
8. Ég segi þér hvaða drykkur þú ert.
9. Ég segi þér hvaða stað á Íslandi þú passar best við.
10. Ég segi þér hvaða morgunkorn þú ert.
11. Ég segi þér hvaða kvöldmatur þú ert.

29 comments:

Magnús said...

Jó vosöp jó.

brynjalilla said...

Magnús Teitsson

1.Þér finnst leiðinlegt að rykuga.
2. Purple haze, því það spiluðum við gjarnan í Hólabrautinni þegar við vorum að kynnast.
3.Kokteilssósubragð, það var í partýi hjá þér þegar Frosti týndi kokteilsósuglasinu sínu!
4. Þú varst í jakkafötum fyrir utan "uppann" ég þekkti þig ekki neitt en eitthvað vorum við að spjalla en án efa um ekkert merkilegt þar sem ég man ekki um hvað.
5. Minkur.
6.Um hvað vorum við að tala þarna fyrir utan "uppann"?
7. Hugh Grant.
8. Mjólk með neskvikk.
9.Hjá Brynhildi og Valgerði Birnu
10. Kókópuffs
11. Bajónesskinka með brúnuðum kartöflum og brúnni sósu.

imyndum said...

:)taka þátt!

Vonandi haldið þið áfram að hafa það gott, hugsa mikið til þín þessa dagana, kossar, Rósa

Anonymous said...

Hæ.

Sem svar við spurningu Tobbu (sjá komment við fyrra blogg) þá er húsið í Billdal, nokkuð sunnar en Askim. Okkur þótti þetta í allra lengsta lagi en kolféllum fyrir húsinu og umhverfinu. Ef tími og kostnaður við að komast í vinnu er mikill þá kaupum við bara miljöbil og verðum sænskari en nokkru sinni fyrr.
Annars liggur miðstöð strætóanna í göngufæri frá húsinu svo þetta verður örugglega fínt. Andri fer bara niður á Snipen og tekur snabb-buss þaðan í vinnuna (gott nafn á strætómiðstöð, áttum frekar erfitt með okkur þegar fasteignasalinn sagði okkur frá henni :-))

Bíð spennt eftir krufningunni frá þér, Brynja mín.

kv. Rósa.

Anonymous said...

úúú spennandi.......mig hefur alltaf langað til þess að vita hvaða morgunkorn ég er !

Anonymous said...

Fnaturinn vill fá eitt pant fyrst ég þú stalst þessu nú af mér og ég af Magga og Maggi af einhverjum öðrum mhúahahaha. Ég er nú líka búin að gera þig.......varstu ekki bara nokkuð ánægð með hvaða kvöldmatur þú varst hehe.

Knús og kossar, Fnatur

(3 dagar í sýningaropnun)

brynjalilla said...

Rósa Rut
1. Þú ert með mjög góða aðlögunarhæfni
2. Allt með Eric clapton
3. Karmellubúðingsbragð
4. Í stofu á Möðruvöllum í MA, þú varst með spanjólu og hringlótt gleraugu, mér leist strax vel á þig, fannst þú spennandi.
5. Kisulóra
6. Heldurðu að þú eigir eftir að eiga heima aftur á Íslandi?
7.Edith piaf.
8. Bjór
9. Við foss þar sem hægt er að afklæðast.
10. þú ert kellogs K
11. Salat með avacado,tómötum, gulum baunum, gulrótum olífuolíudressingu, hvítum osti borið fram með góðu brauði og víni.

brynjalilla said...

Rósa Jónasar
1. Þú ert dásamlegur kokkur
2. lady ein red
3. Melónubragð
4. Í forstofunni í gamla skóla, þú varst í ljósblárri úlpu með ótrúlega krullað hár og mér fannst þú sæt.
5. Kengúra
6. Hvernig geturðu prjónað og horft á sjónvarpið og svæft krakkana um leið?
7. meg ryan fyrir 20 árum
8. Strawberry margarita, ekki spurning
9. Heima hjá mömmu þinni og pabba í Brekkugötunni.
10. Hafragrautur með eplamús
11. Nautalund með kartöflugratíni, léttsoðnu grænmeti og rauðvínssósu
9.

brynjalilla said...

Edda
1. Þú ert dugleg
2. barnalagið þarna með viðlaginu, tunguna út, fattarðu?
3. Ísbragð
4. þú komst til dyra í Einholtinu, bara með handklæði utan um þig og flissaðir þegar þú áttaðir á því að ég var nýja kærastan hans Valla bróður þíns en varst kurteis og bauðst mér inn í stofu.
5. Þú ert hundur hehe
6.Hvað ætlar þú að eignast mörg börn?
7. Florence nightengale
8. breeser með ananas
9. Akureyri hjá Adda þínum ekki spurning
9. lucky charms
10. kjúklingur með ostasósu og dorritos

brynjalilla said...

Fnatur
1. Þú hefur haft mjög góð áhrif á mig í gegnum tíðina
2. Allt með celin dion
3. jarðaberjabragð
4. Í leyningshólum með ótrúlega sítt ljóst hár og sjálfsöryggi sem ég öfundaði þig af
5. Hefðarköttur
6. Heldurðu að við eigum einhverntímann eftir að eiga heima á Íslandi á sama tíma?
7. Penelope cruz, það hljóta allir að sjá að þið eruð alveg eins fyrir utan litarhaftið og háralitinn
8.ferskjulíkjör
9. Bláa lónið
10. Kelloggs k eins og Rósa rut
11. súkkulaðikaka með rjóma

imyndum said...

Takk fyrir skemtilega greiningu :)

Ég verð nú að vera sammála fossinum, hversu nær kemst maður náttúrunni heldur en náttúrulegur við fallegan afskektan foss. Þar sem við tvö verðum aftur eitt, náttúran og ég.

Hvort ég eigi eftir að búa aftur á Íslandi? Tilhugsunin við að svarið sé nei er óbærileg. Ég get hinsvegar ekki svarað játandi heldur. Myndi helst kjósa að búa í öllum 3 löndunum í einu, hér í Frakklandi, Egyptalandi og Íslandi.

Gott gengi á oppnuninni á föstudagin kæra vinkona, ég verð með þér í anda.
kossar, RR

Anonymous said...

Já afar skemmtileg greining.

Hló mikið þegar ég sá gamla góða ferskjulíkjörinn hehe. Langt síðan ég hef smakkað hann. Kvöldmatinn leist mér líka þvílíkt vel á. Súkkulaði kaka með rjóma mmmmmmmmmmmmmmmmmmm það gerist nú ekki betri né næringarríkari kvöldmatur. Gangi þér alveg frábærlega vel með sýninguna. Kær kveðja, Fnaturinn hinn eini og sanni ;)

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Hæ skvís,
var einmitt að reyna að rifja upp hvar við sáumst fyrst. Var það í leikfélaginu eða með Erlu?? Ekki viss en bíð spennt eftir greiningu!

Anonymous said...

Þetta hittir ótrúlega í mark.
Ég vona bara að lagið sé tengt fyrstu og einu tilraun okkar Andra til að fara á djammið í Örebro, þar sem sjötugi DJ-inn spilaði Lady in red og allir dönsuðu með hald.

Hvað spurninguna varðar þá er það nú svo að maður gerir bara það sem þarf til að ná markmiðum sínum. Prjónið fyrir framan sjónvarpið er bara til að svæfa samviskubitið yfir að “gera ekki neitt”. Ég verð nú samt að segja eins og er að af þeim fáu þáttum sem ég hef séð af Desperate housewives (á eftir að kaupa mér seríuna) þá samsama ég mig helst með þessari sem vill vera karríerkerling og mamma á sama tíma. Þetta fannst mér kristallast í svari hennar við því að forstjórinn, sem hún var að sækja um vinnu hjá, vildi ekki bíða meðan hún skipti á skítableiunni: “Then you´ll just have to watch me multi-task!”

Bestu þakkir fyrir mig og gangi þér vel á opnuninni. Við erum boðin í útskriftarveislu til Aldísar í dag, ég skal skila kveðju frá ykkur.

Rósa.

Hogni Fridriksson said...

Pant líka að vera með!

Anonymous said...

hey áhugavert - pant líka að vera með:)

imyndum said...

Til hamingju með sýninguna kæra vinkona, hef eftir mínum heimildarmönnum að verulega vel hafi tekist til og vel mætt. Ég er svo ánægð fyrir þína hönd. Bravó!

Hlakka til að lesa allt um þetta á blogginu.

bisous, RR

brynjalilla said...

Berglind Rós:
1. Þú ert með mikla réttlætiskennd
2.stand by your man hehe
3.Hindberjabökubragð
4.Við sátum í bás niðrí möðró, vorum á leiklistaræfingu og þú spurðir mig hvort ég hefði einhverntíman verið með spangir
5. Þú ert kisulóra eins og svo. margar vinkonur mínar
6. Heldur þú að þú eigir aftur eftir að leika við leiklistardrauminn þinn?
7. Sígríði Dúnu.
8. Þú ert mjólk.
9. Í sveitinni þinni
10. Hunangshnetuseríós
11. Lasagna með hvítlauksbrauði og salati.

brynjalilla said...

Högni:
1. Þú ert ótrúlega duglegur að læra ný tungumál
2. Run to the hill
3. Pzzubragð
4. Sá þig í menntó, þú varst í ljósblárri úlpu, í múmbúts og mjög hávaxinn og varst að labba milli möðró og gamla skóla, fannst þú með áhugaverðan stíl.
5. Þú ert gæðahross, svart á litinn.
6. Högni afhverju viltu ekki eiga heima á Akureyri?
7. Elvis presley
8. Bjór
9. Þar sem er ys og þys, vil samt helst ekki segja Reykjavík...
10. kókópuffs
11. Þú ert pizza með hakki og gráðosti

brynjalilla said...

Hanna Berglind
1. Þú ert hjartahlý
2. maisólin
3. bláberjasultu- fransbrauðsbragð
4. ég sá þig út um gluggann á herberginu mínu, þú varst í stuttu ljósgrænu pilsi og varst að labba niður á bryggju. Ég hljóp þangað á eftir þér og þóttist vera stödd þar af tilviljun og heilsaði upp á þig..þú varst spennandi og lífsreynd í mínum augum..nýja stelpan á pleisinu
5. þú ert eðla
6. Hanna hvenær kemurðu aftur til mín í Svíþjóð?
7.Helgu Braga
8. pepsi max
9. í nýju íbúðinni þinni og í Grímsey.
10. Þú ert kornfleks
11. Kjötfars með bökuðum baunum og osti og kartöflustappa

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Takk elsku Brynja,
Þú leystir þetta vel af hendi eins og allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Leiklistardraumum mínum fékk ég fullnægt á meðan ég var kennari með því að leikstýra unglingunum í söng og leik. Það var eiginlega miklu skemmtilegra en að vera með þeim í kennslustofunni. Maður lærir jú mest á því að skapa eitthvað stórt saman. Núna fær sköpunarþráin útrás í skrifum og fræðimennsku. vonandi ber það góðan ávöxt. En vá hvað þú ert minnug - að muna nákvæmlega hvar við hittumst og hvaða gáfulegu spurningar ég hafði á takteinum!! Til hamingju með sýininguna.

Anonymous said...

Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»

Anonymous said...

hei kúúúl, missti næstum því af þessu en hér ér ég...........
1. Þú getur búið til totu með tungunni
2. It's my party......
3. Eðal hindiberjaedik.
4. ooo þú varst nú bara alveg nýfædd og ég var í fýlu af því að ég mætti ekki halda á þér. Mér fannst þú einnig helst til róleg svona framan af, vildir bara sofa en það átti nú eftir að breytast.
5. Ljónynja.
6. Já það var þetta með videokvöldið okkar
7. Elisabeth Taylor
8. Freyðandi kampavín
9. Skógarrjóður á Jónsmessunótt.
10.Morgunkorn hvað? jarðarber og kampavín.
11. Piparmyntusúkkulaði og All-Bran.

brynjalilla said...

Áslaug systir mín
1. þú ert svo réttsýn og blíð og ég á þér svo mikið að þakka í uppeldi mínu.
2. springtime in paris með ellu fitzgerald
3.
4. þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, á svo margar minningar, t.d. þegar við vorum að teikna glugga til að setja í barbíhúsið okkar eða þegar þú varst að hjálpa mér að gera búið mitt fínt og fannst fallegar skeljar handa mér sem höfðu notagildi hæna, svo bjóstu til handa mér heysátu pínulitla og settir lítið net yfir hana. Mér fannst ég eiga fallegasta leggjaogskeljabýlið. Man líka eftir fyndnu sögunni um gíraffann sem ferðaðist yfir hafið í vaskafati.
5. Hryssa, með mikið ljóst fax og stjörnu.
6. Eigum við að leiga spóluna eða fá einhvern annan til þess?
7. Emma thompson
8. Nýmalað kaffi með súkkulaðikeim
9. Breenuhóll í félagsskap hrossa og fjölskyldunnar held samt að Örebro passi þér líka vel.
10. Ristað brauð með osti
11. Risotto með hvítlauk, parmesan og fullt af grænmeti

Anonymous said...

Brynja þú ert best!!!!!

brynjalilla said...

allamallamá, gleymdi ég bragðinu Áslaug mín þú ert íslenskt smjörbragð og veistu ég er að hugsa um að finna mér gott skógarrjóður á jónsmessunótt, ætti ekki að vera í vandæðum með það í Sverige!

Hogni Fridriksson said...

Það eru aðallega tvær ástæður fyrir því að ég held að ég eigi aldrei eftir að búa á Akureyri aftur:

1.Ég er hræddur um að ég finni ekki neitt við mitt hæfi að gera. Fyrirtækin eru svo lítil og ég er orðinn svo góðu vanur að ég veit ekki hvort ég yrði ánægður í starfi. Ég vann í fimm ár við fag sem ég hafði lítið gaman af og það eru 1500 dagar sem ég fæ ekki aftur.

2. Einu sinni vildi ég ekkert frekar en að búa alltaf á Akureyri. Ég hugsa að það hafi fyrst of fremst verið þörf fyrir einhverskonar stöðugleika eftir að hafa flutt oft sem barn. Núna er ég búinn að búa svo lengi í útlöndum að ég held að Eyjafjörðurinn sé orðinn of lítill. Heimurinn er svo miklu stærri og það er ekki lengur langt frá brekkunni og út í þorp og það er ekki bílastæðavandamál í miðbæ Akureyrar. Ef þú leggur hjá Norðurmynd ertu minna en þrjár mínútur að komast hvert sem er.

Gaman að greininingu hjá þér annars, ég borða ekki kókopöffs en mér finnst kúl að vera eins og Elvis, jafnvel gamli feiti Las Vegas Elvis!

Anonymous said...

yndisleg lýsing, ég gleymi því aldrei þegar við skófluðum í okkur fransbrauðinu með sultunni, ég hins vegar sé mig ekki sem pepsi max en hvað um það:)
Og Helga Braga hún er bara flott, ég mun hér eftir stefna að því að verða svona sexy og flott eins og hún.
Takk fyrir mig

Anonymous said...

Your site is on top of my favourites - Great work I like it.
»