Friday, May 19, 2006

brunahani






....já og nú er föstudagur og Svíar í sjokki yfir kynlífsásökunum Silvíu Night á hendur Carólu. Missti af júrívisjón í gær þar sem það voru skólaslit og veisluhöld í skólanum mínum. Allir náðu að slaka vel á og það var dansað í eldhúsinu og þaki skólans. Ég er búin að kenna Svíum að segja skál á íslensku og því ómaði "brunahani" lengi frameftir kveldi. Annars er ég voða ánægð með að vera búin að fá styrk til að fara á þriðja árið í skólanum en sá styrkur er veittur einum nemanda ár hvert, fæ góða vinnuaðstöðu, aðgang að kennurum, frjálsræði og umfram allt þarf ekki að borga skólagjöldin sem annars létta pyngjuna verulega.

Við erum svo bara að fara að setja okkur í stellingar fyrir Ísland þar sem á að snjóa um helgina en isspiss við tökum bara úlpurnar með okkur. Hllökkum til að drekka íslenskt vatn, fara í heita sundlaug, borða skyr, nóakropp og fisk svo ekki sé talað um að hitta ykkur öll!

ps: munið að taka frá 9. júní en þá opnar myndlistarsýningin píkublóm og klakabönd í Populus tremula, kjallara listasafnsins á Akureyri, klukkan 20:00
og þið eruð að sjálfssögðu boðin

10 comments:

Magnús said...

Hei, ég pant fyrstur!

Anonymous said...

Brunahani!!!!!
þín systa

imyndum said...

Til lukku með styrkinn, glæsilegt hjá þér.

Bið að heilsa landinu okkar fallega, kossar

Anonymous said...

Já til hamingju með styrkinn. Frábært hjá þér skutla.

Anonymous said...

Til hamingju !!!

Leitt að ná ekki að hitta ykkur áður en ég fór til Íslands. Var á kafi að vinna, klára skólann og koma heimilinu í skikkanlegt form eftir framkvæmdir síðustu vikna (eða ætti maður að segja mánaða!).

En við hittumst bara eiturhress þegar þið komið til baka og verðum dugleg að grilla í sænsku sumarblíðunni, drekka guðaveigar og hoppa á trampolíninu.

Anonymous said...

Til hamingju með útskriftina og styrkinn- flott hjá þér stelpa:)
hlakka til að hitta þig hérna í snjónum :)

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Flott til hamingju með styrkinn skvís - sjáumst svo hress á skerinu ;)

Anonymous said...

Your website has a useful information for beginners like me.
»

Anonymous said...

Very pretty site! Keep working. thnx!
»

Anonymous said...

I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»