Ég fór til Stokkhólms í gær, alveg frábær ferð þar sem mér tókst að fullnægja tveimur grundvallarþörfum mínum, skoða list og versla. Í Liljevalchs konsthallen skoðaði ég skúlptúra og teikningar Albertos Giacometti og teikningar og málverk Brors Hjorth. Átti í miklum erfiðleikum með að þreifa ekki á skúlptúrum Giaomettis þar sem handbragð hans var svo áþreifanlegt og skemmtilega hrátt, líka gaman að sjá hvernig hann notaði nákvæmlega sömu tækni í teikningunum sínum og í skúlptúrum. Hjorth er skemmtilegur, teikningar hans frá námsárum hans í Frakklandi 1923-24 gerðu mig glaða, þær gripu augnablikið svo vel og voru fyndnar. Í Moderna Museet var mjög góð sýning sem ég mæli með African remix. Fjölbreyttur kokteill 86 Afrískra listamann frá 25 Afríkulöndum. Þemu verkanna eru sjálfsmynd og saga. Ég hef aldrei komið til Afríku því miður en ég fann virkilega fyrir nærveru menninga sem hafa mótast af heitu veðurfari, ýmsum trárbrögðum þ.á.m. náttúrdýrkun og auðvitað pólítík. Mér fannst athyglisvert að þau verk sem höfðu mest áhrif á mig voru öll frá Egyptlandi, yndislegt videóverk sem kallast Frozen memory stendur hæst, systkinin Abd Ghany og Amal Kenawy eiga heiðurinn af því. Ég fann til einkennilegs stolts, umgjörðin var öll hvít sem er sá litur sem ég hef unnið mikið með sjálf auk þess sem mér var svo sterkt hugsað til Rósu og unnustans Marvans sem einmitt er frá Egyptalandi, vona að þau eigi eftir að sjá þetta verk.
Eftir gott linsubaunasalat með geitaosti og chaitee í eftirrétt var það miðbærinn, ætla ekki að þreyta ykkur á búðarupplifunum sem voru margar og góðar. Endaði búðarráp með kaffilatte í Kulturhúsinu og kíkti á ljósmyndasýningu Sönnu Sjöwerth. Flott sýning sem fjallar um endurkynni hennar við íranska fjölskyldu sína, en Sanna var ættleidd til Svíþjóðar 4 ára gömul...en heim til Örebro kom ég svörtum stígvélum og vetrarkápu ríkari.
Saturday, November 11, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
það sem ég hefði vilja vera með þér í dag litla systir og skoða listina.
Tala nú ekki um búðarrápið.
Er nefnilega búin að fara um allan bæinn hér og leita mér að "réttu" svörtu stígvélunum en því miður ekki fundið.
Svo hefðum við farið á kaffihús á eftir, fullkomið.
knús
Til hamingju með stígvélin og kápuna já og bara alla ferðina. Veit að þú varst búin að leita nokkuð lengi að báðu. Já ég get verið sammála þér með Afríku. Þangað langar mig að fara einhverntíman í framtíðinni.
já það væri ekki amalegt að spóka um í Stokkhólmi í félagsskap þínum Áslaug mín, mér finnst svo góð tilhugsun samt að við eigum bara eftir að gera það en kannski bara í Köben, Malmö eða Lund með hækkandi sól er það ekki annars?
Ojá Fanney, fann dásamleg stígvél sem á stóð skýrum stöfum Brynja, alltaf gaman af slíkum fjársjóðum.
Svört stígvél væru vel þegin ef það væri ekki svona ansi erfitt að finna slíkan skófatnað sem passar á svera kálfa...
Hey dr. Ingibjörg. Bara að fá sér stígvél úr leðri eða gervileðri sem er með stretch í. Þau passa yfir alla kálfa. Nóg af þeim hér í USA.
t.d. eins og þessi:
http://www.target.com/gp/detail.html?ie=UTF8&frombrowse=1&asin=B000F7T72A
eða þessi:
http://www.jcpenney.com/jcp/categoryall.aspx?CatTyp=LFS&DeptID=9452&Dep=shoes&CatID=32407
Þau ættu að redda málunum.
Kveðja, Fanney ;)
hefði elskað að dúllast með þér í Stokkhólmi, mennig og búðarráp hljómar svakalega vel í mín eyru, elska stórborgir, sem bjóða upp á þetta ásamt skemmtilegum og fjölbreyttum kaffihúsum og veitingastöðum
Hlakka til að dúllast með þér í menningunni á Akureyri í desember:)
;) alltaf gott þegar hugsað er til mans... kossar
Þetta blogg minnir mig skemmitlega á nokkra kafla úr metsölubókinni "American Psycho" )e.g "Whitney Houston" kaflinn og Huey Lewis and the News. Þú gætir kannski gefið út bókina "En svensk/islandsk psykopat"! :=)
jiminn er Svíþjóð búin að breyta mér í sækópat, en spurning hvort ég stefni á metsölubók um dvöl mína hér, hugsa að hollóvúdd myndi borga mér formúgu fyrir kvikmyndaréttinn.
úuu þá mæti ég sko í kvikmyndahúsið.
Hæ Brynsla mín, Má til með að koma með mitt innlegg í þessa stígvéla umræðu. Ég fann einmitt eftir mikla og erfiða leit hin svörtu fullkomnu stígvél í höfuðborginni og það voru yndislega fullnægjandi kaup! Tek undir með þér að; "Akureyri er ekki hola" mundi einmitt segja að minna væri um að vera í flestum bæjum af sömu stærðargráðu í gjörvallri Evrópu og þó víðar væri leitað og hana nú! Kveðja, Jóhanna
Post a Comment