Friday, November 03, 2006

bus eller godis?





























Í þessum skrifuðum orðum eru börnin að borða hauskúpupizzu og nammið bíður í pokum sem þau söfnuðu með því að fara í hús og segja: Bus eller godis eller frukt? Svaka stuð og ég fylgdi þeim að sjálfssögðu í búningi. Það var bara einn leiðinlegur Svíi sem skellti hurðinni á okkur en öðrum fannst þetta voðalega skemmtilegt. því miður vorum við ekki með egg til að henda í hurðina hjá þessum leiðinlega. En meðan við söfnuðum nammi var Jón Sigurðsson heima við eldamennsku, hann fær verðlaunin fyrir besta búningin og frumlegasta skeggið.

10 comments:

Anonymous said...

Flottir búningar,hefði orðið dauðhræddur að fá þennan hóp á tröppurnar. Bestu kveðjur úr Snægili

Magnús said...

Roosalega er hann huggulegur! Hann samsvarar sér svo vel!

Fnatur said...

Þið eruð bilað pakk (sem betur fer mhúahahaha).
Skál fyrir ykkur og frábærum myndum.

Anonymous said...

hvernig er svíþjóð eiginlega að fara með ykkur kæra fjölskylda?
Var Vallinn annars ekki lengi að safna þessu skeggi?

Lilý said...

Bus eller gris? Ef það hefði verið öskudagur hefðuð þið þá sungið: Jón ó jón.. bíttí punginn á þér.. jón ó jón bíttí punginn á þér!

Anonymous said...

þið eruð langflottust !
var ekki tekin mynd af hauskúpupizzunni ??

imyndum said...

Dagrún virðist eitthvað ekki alveg nógu hress á næst efstu myndinni, var þetta ekki nógu prinsessuleg máling?

Annars eruð þið öll rosa flott, greinilegt að það hefur verið gaman hjá ykkur.

P.s já verst með eggin... það er líklegast of seint að fara núna og grýta húsið?

Anonymous said...

Mikið rosalega eruð þið scary, ég bara hrökk í kút :-)

Komin heim frá Sardiníu, þar var gaman en heima er best, takk fyrir kveðjurnar Brynja mín.

Anonymous said...

Ég er alltaf að skoða myndirnar af ykkur og dást af svipnum á ykkur öllum. Er alveg einstaklega hrifin, þó sérstaklega af hversu Trallinn nær jóni Sigurðssyni Fjölnismenn, draugar og vampírur rokka.
knús

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Heyr heyr Jón Sigurðsson. Það sem stendur upp úr er rauða skeggröndin hans sem einfaldlega gerir Valla að Jóni. Fá fleiri svona myndir af Valla. Þið hin eruð svo svaka scary.