Wednesday, November 15, 2006

Er Akureyri hola?

Ég vitna gjarnan i Ástrik og Steinrík, en segi ekki "Rómverjar eru klikk", heldur "Svíar eru klikk" en geri thad gjarnan mildum rómi. Eg var ad enda vid ad lesa grein um Ísland i "Nollnitton" sem er kúlturblad hér i Örebro. Thar er ekki sagt beinum ordum ad Íslendingar séu klikk en gefid hardlega i skyn og var farid mörgum ordum um naeturlífid i Reykjavík. Einnig var talad um thjódsögur, nátturuvaettatrú og audvitad heita hveri. En thad sem vakti athygli mína var umfjöllunin um Akureyri:

Akureyri sem er í klukkutímafjarlaegd frá höfudborginni ef ferdast er med retro Fokker F-50, er stadur fyrir mannhatara. Ég er viss um ad sumrin séu vidburadarík en eftir 4 haustdaga á tómum kaffihúsum og veitingastödum vissum vid hvernig jördin liti út ef uppvakningar vaeru bunir ad útryma thar öllu lífi. Thetta er hola thar sem fólk laesir ekki bílunum sínum. Thannig thid vitid hvert á ad fara ef allir bílarnir eru búnir hjá Hertz Island. Mest sláandi munurinn vid saenskan bae af sömu staerd er ad baejarbókabúdin bídur upp á allar mögulegar listaverkabaekur t.d. Mathew Barney og álíka hábókmenntir. (Fáar slíkar baekur eru á íslensku thar sem markadurinn er lítill og velflestir tala góda ensku).
Thad var lítid annad haegt ad gera en fara í gönguferdir medfram ströndinni og í haedunum, borda bakarísbraud á kaffihúsinu Bláa kannan eda heimsaekja eitt af furdanlegu mörgum og stórum listasöfnum baejarins. En thrátt fyrir thad er Akureyri samt gódur stadur til ad byrja á ef á ad ferdast um og kynnast nordurhluta Íslands. (Nollnitton, 072006, bls. 34)


Ég kem til Akureyrar eftir mánud og hlakka til, ég aetla medal svo margs annars ad fara i gönguferd medfram ströndinni, horfa a fjöllin, borda bakkelsi, fá mér kakó á Bláu könnunni. Fara í Bókval og fletta bókum, kíkja á listasafnid og heilsa fólki sem ég rekst á á förnum vegi.

Mér finnst Akureyri ekki vera hola og ég er ekki mannhatari!

11 comments:

imyndum said...

Hefur ekki bara staðið illa á blæðingum hjá honum og verið því í sérlega fúlu skapi?

Anonymous said...

akureyri....bezt í heimi !!!

Vallitralli said...

Hvað má þá segja um "heimasíðu" blaðsins nollnitton?

Fnatur said...

Ég verð nú að segja að mér finnst þetta nú bara mjög vel sloppið.
Hefði verið hægt að tala um Glerártorg (að bær af þessari stærð sé með moll), tvö bíóhús, skíðasvæði, háskóla og hversu barga bari???

Hvað voðalega er Nollnitton fúll eða fúl yfir bakaríiskbrauðinu.....eins og það er gott.

hannaberglind said...

go akureyri
nollnitton ættu að koma hingað núna:
bærinn er yndislega fallegur, snjóhvítur og fullur af snjó, það er ekki annað hægt en að vera rómantískur í svona unhverfi.
drekka heitt kakó með miklum rjóma, rjóður í kinnum og pínulítið kalt á tánum eftir að hafa klofað snjó, svona á veturinn að vera:)

Anonymous said...

Mér finnst kalt.
Heimreiðin mín er ófær.
knús
Holubúi.

Anonymous said...

Auðvitað er fólkið á Akureyri ekki mannhatarar og holubúar, en hinsvegar er sannleikskorn í lýsingum höfundar á tómum kaffihúsum og veitingahúsum - stundum er þetta einfaldlega svona, og miðbærinn er oft ótrúlega tómlegur. Það fer bara eftir því hvaða dagur er og hvaða tíma dags þú leggur leið þína á þessa staði. Blessaður nollnitton hefur sennilega verið hér á ferð á þriðjudegi eða eitthvað álíka...

Kveðja úr MA - er að horfa á snjóinn fyrir utan gluggann og velta því fyrir mér hvort þetta sé rómó eða einfaldlega hundleiðinlegt og öllum til trafala...

Ingibjörg

Lilý said...

Ég sendi nollnitton fokkjú skilaboð á myspace. Reið. Sár og steinhissa.

Anonymous said...

Best að drìfa sig að flytja ì holuna til að bora ì holur, bæ bæ London. T.f.

brynjalilla said...

Hola eda ekki hola, audvitad eru úldnir haustdagar ekki mjög adladandi hvar sem madur er í veröldinni en haegt ad lífga allt upp med rétta hugarfarinu. T.F ég kem pottthett í kaffi thegar thú ert komin i fallegu holuna, vona ad thú finnir thér huggulegt hús á Brekkunni.

Anonymous said...

Er haegt ad kaupa tilbuid Sushi i holunni?
Tf