Sunday, November 19, 2006
þjófstart og piparkökuskreytingar
Mér líður svolítið eins og ég sé að þjófstarta jólunum. Þau byrja nefnilega 15. des hjá okkur en þá förum við til Íslands. Við viljum ná okkar skammti af jólum hér heima þannig að það eru ýmis skylduverk sem þarf að ljúka áður en haldið er til móðurjarðarinnar. Piparkökuskreytingar var þema helgarinnar. Jólagardínurnar eru komnar upp og stjörnur og fleiri ljós verða hengd svona jafnt og þétt upp í vikunni sem er að byrja. Okkur finnst þetta gaman og viljum líka gera huggulegt fyrir komu kærra vina okkar Frosta og Palla og Andra, Rósu og kó sem koma næstu helgi...þá verður fest. Í dag vorum við í sumarbústað hjá vinafólki okkar Guðjóni og Valdísi, þakhellur voru lagðar, pönnukökur étnar, matador spilað og farið í göngutúr í skóginum og kíkt á gömul maurabú ásamt mosagrónum trjám. Því miður var ég ekki með myndavélina, veðrið var yndislegt, sól, 10 stiga hiti og yndislegur dagur í ekta sænsku umhverfi, tré, tún og mátuleg víðátta til að geta andað djúpt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Er farin að telja dagana þangað til þið komið.
Ætla að vera (vonandi)búin að öllu til að geta dúllast og jólast með ykkur. Hlakka svo til.
knús
mmmmm jólin, þau eru svo nálægt að ég heyri fótatakið.
Hæ hæ
Svakalega flottar piparkökur !
HB og DK stækka svo ótrúlega hratt og klippingin á Breka er alveg frábær :)
Hlökkum mikið til þess að þið komið. Viltu segja Dagrúnu að bréfið fari í póst í dag eða á morgun....ég er sko búin að skrifa það...
Knús
Edda og Kolfinna
Vá þvílíkar dúllur krakkarnir og pipakökurnar æðislegar. Ég get ekki sagt að ég sé búin að vera svona dugleg en er komin ansi langt í pakkainnkaupum.
Aðeins 4 vikur í Orlando jiiiiibbbííííííí. Disney jól í ár ;)
Heyrðu það er byrjað að að baka í Snægilinu, við eigum nefnilega von á góðum gestum frá Svíþjóð sem við hlökkum til að taka á móti og vonandi fá í gistingu !
Teljum dagana þangað til þið komið !!!!
Eru allir svona flottir um hárið í Svíþjóð ?? ÁSTARKVEÐJUR.
Díses Brynja þetta eru flottustu piparkökur sem ég hef séð. 'oðinn sonur minn sá myndirnar og varð grænn af öfund. Við bökuðum mömmukossa um helgina en ætlum að baka piparkökur næstu helgi. PS eigið þið enn íbúðina í Vanabyggðinni?
Kær kveðja,
Ásta
Æðislegar kökur og allir svo glaðir :o) Ég hef bara keypt ómálaðar pebarkögur sl. jól, gott ef þær eru ekki bara sænskar hjartapiparkökur! Þið eruð falleg og best og ég hlakka til að hitta ykkur xxx.
Ekkert smá jóló. Minnir mig á að ég er bara ekkert byrjuð að undirbúa jólin. Þurfum einmitt að fara að senda pakka til íslands því við verðum ekki á skerinu heldur þessi jól. Skemmtið ykkur vel heima.
En flottar piparkökur! Þvílíkur myndarskapur, ég get ekki leikið það eftir, no way!
Hér er maður annars ekkert kominn í jólaskap enn, bara nóvember... en jólalegt úti, samt.
Mikið eru þetta fallegir krakkar sem þú átt.. skemtið ykkur áfram í jólaundirbúningnum og hafið það sem best,
kossar
Hæ þið öll, ekkert smá flottar piparkökur hjá ykkur - og greinilega komin í jólafílinginn!!! Maður keppir nú ekki við svona listamannskökur. Hafið það gott,
Solla og co.
Post a Comment