





Búið að vera mikið um að vera í dag. Dagurinn byrjaði klukkan sex, Dagrún eins og spjót á fætur og var ekki lengi að koma sér í lúsíubúninginn sinn. Í leikskólanum var boðið upp á kakó og smurt brauð klukkan 7 og börnin sungu svo fallega, voru svo heillandi, ljómandi og einlæg. Við vorum stolt af okkar stúlku sem söng, svo vel heyrðist um lúsíur, piparkökur og veiðimann í skógi.
Klukkan 9 var lúsíulest í mínum skóla, vissulega ekki eins heillandi og ljómandi og hjá Dagrúnu en eins einlæg. Við sungum ekki neitt en buðum upp á íslenskan harðfisk, jólaglögg og kökur. Kökurnar og jólaglöggið kláraðist, harðfiskurinn rann ljúflega niður eftir mátulegt fussum svei og fitjun upp á nefið...
...okkur finnst lúsía skemmtileg.