Thursday, December 14, 2006

Ísland, gamla Ísland, ástkær fósturjörð





Jæja nú erum við búin að pakka, taskan er 24 kg, mér finnst það vel sloppið miðað við þrjá. Valur kemur svo á þriðjudaginn með án efa nokkur kg til viðbótar. Vöknum klukkan hálfsjö í fyrramálið og leggjum í hann eftir hafragraut og seríós. Sjáumst á Íslandi elskurnar mínar!

8 comments:

Anonymous said...

Hæhæ 24 kíló það þykir mér ekki mikið !
Við hlökkum óskaplega til að sjá ykkur....bíðum spenntar á flugvellinum eftir ykkur :)

Knús í krús
Edda og Kolfinna

hannaberglind said...

hlakka til að hitta ykkur elsku vinir.
24 kg? sendir þú föt barnanna með Valla? heheh
kossar og knús, hittumst á morgun

Fnatur said...

Voðalega ferðist þið létt. Skemmtið ykkur vel á Íslandi og gleðileg jól darling.

Knús og kossar frá okkur öllum.

p.s. Bið að heilsa Ólafi

Anonymous said...

Er að pakka sumarfötum fyrir Floridaferð, þarf að kaupa ný sundföt á manninn minn, það eru komin göt á olnbogana. Knús til Akureyrar frá mér viltu segja fjöllunum að ég komi í sumar?
Jólakveðja,
Ásta

Lilý said...

o tessar myndir eg fekk i magann! 5 dagar takk fyrir tukall.. eg fer potttett med 30 kilo tvi eg fekk 10 i jolagjof fra icelandair :D hurra

brynjalilla said...

Hahha Óli kallinn. En mikið tók Akureyri vel á móti okkur. Þegar við flugum inn var bleik birta yfir öllu og fjöllin voru komin í jólafötin, Súlurnar voru auðvitað í glamúrgalla og ég er búin að skila góðum kveðjum til þeirra.

Anonymous said...

og hvenær kemurðu í portarann?

Anonymous said...

vil bara segja velkomin heim en ég er byrjuð að sakna þín og ykkar allra........
knús