Það er púki á annari öxlinni minni sem hvíslar í eyrað mitt og kitlar mig og lætur mig langa til að hrekkja einhvern, Skemmtileg tilfinning en erfitt að láta undan henni þar sem siðferðið hvíslar í hitt eyrað. Kannski líður mér svona af því fyrsti jólasveininn kemur í kvöld. Börnin settu skóna í gluggann í gær, bara til að tékka en það var ekkert þjófstart hjá vinunum okkar þannig í dag ríkir eftirvæntingarfull spenna.
Hér er rigning og rok og jólaljósin sveiflast til í grámyglunni, samt er jólalegt, ferðataskan er komin út á gólf, innpakkaðir jólapakkar fylla hana hálfa, jólakortin bíða þess að vera sett í umslög og fiðringurinn vex innra með okkur öllum. Við Valur ræddum aðeins í gærkvöldi hvað okkur þætti mest skemmtilegt við að vera fara til Íslands...fyrir utan það sjálfssagða að hitta fjölskyldu og vini þá hlökkum við svo til að geta farið 2 ein í bíó á eitthvað annað en barnamynd. Að geta skroppið eftir bíóið á kaffihús og bara verið án þess að þurfa að hugsa um neitt annað en sjálf okkur þá stundina. Já það verður yndislegt að hafa þétt og sterkt fjölskyldunet í kringum sig. Upplifa hefðirnar og gleðina að vera saman en um leið fá tækifæri til að bregða sér frá án þess að þurfa að taka börnin með í hvert skref sem stigið er.
Monday, December 11, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Teljum dagana og hlökkum meira og meira til
jólapakkarnir eru komnir upp úr töskunni, þurfti að búa til pláss fyrir úlpur, vettlinga, húfur, trefla, stígvél flíspeysur, spariskó og kjóla. Sjáum fram á sértösku undir jólapakka...já það er stuð að pakka.
Var enginn búinn að segja ykkur frá nýju barnalögunum á Akureyri? nú er bannað að fara í bíó eða á kaffihús án þess að vera með börnin með sér - annars er von á risastórri sekt !!!
Má ég koma í heimsókkn til ykkar og passa, í vor eða sumar.Hef haft þessa þörf,upp á síðkastið, til að labba um í trjálendi,eins og við gerðum einusinni,í Svíþjóð´87.New York er svo ´náttúrulaus´.Gleðilega hátíðir,má ekki lengur segja jól,hér úti,það er svo særandi.
Hó jól steinl.
hahaha ég þekki þessa fáránlegu yfirborðtillitssemi Steinlaug, um daginn var verið að hugsa um að leggja niður "farsdagen" eða pabbadaginn þegar allir eru extra góðir við pabba sína,(steikja handa þeim egg og beikon og svona í morgunmat) af því að það gat verið svo særandi fyrir þá sem ættu engin börn, hálvitalegt og sem betur fer er dagurinn enn við lýði. En jiminn hvað það myndi gleðja okkur að fá þig í heimsókn, lofa að fara með þig út í skó og týna sveppi eins og við gerðum í gamlagamladaga þegar ég var helmingi eldri en þú.
Blessuð Brynja mín. Þetta er púkinn á fjósbitanum ;)
Ég veit vel hvaða tilfinningu þú ert að tala um. 9 dagar hjá okkur í Florida. Ég er hins vegar í því að taka fram sumarfötin aftur. Stutterma boli, sandala, pils og kjóla. Jólapakkarnir munu fylla hálfann bílinn og restin verður föt. Er einmitt í því að finna barnapíu í Orlando til að við gamlingjarnir getum kannski skroppið saman út eitt kvöld. Held ég þurfi reyndar að finna tvær fyrir 4 gaura og tvær skvísur.
Alltaf gaman að pakka...já og kokka líka.
Við í London könnumst vel við þessa tilfinningu, hef bara séð barnamyndir í bíó hérna. Við hlökkum til að flytja til Akureyrar í sumar.
Kær kveðja,
Ásta og félagar.
hvernig gengur að pakka ???
Post a Comment