Wednesday, December 06, 2006

Rigningin og ræktin

Kæra dagbók

klukkan er hálfsjö að morgni og ég er nýbúin með morgunteið mitt og er að rökræða við sjálfa mig að hendast út í rigninguna og drullast í ræktina. Ég er enn þreytt eftir ferðalag helgarinnar en andlega endurnærð eftir að hafa hitt vini mína í Lundi. Við erum búin að velja flísar í nýja húsið okkar, ekkert húmmbúkk bara einfaldleikinn sem gildir og húsið vex og dafnar með fyrirheit um góða daga í Lundi. Valur fór í viðtal á heilsugæslustöð sem er í 10 mín hjólafjarlægð og við bíðum spennt eftir viðbrögðum. Fórum á Íslendingaball og rifjuðum upp drykkjusiði landa okkar og borðuðum rúgbrauð. Fengum goðalambalæri hjá Tobbu og Sveinbirni, sem var ljúffengt. Skruppum til Kaupmannahafnar og hittum tengdaforeldrana í tívolíunu sem var ljósum skreytt og náði rétt að keppa við brosin sem börnin og við öll settum upp við endurfundina, mikið var yndislegt að hitta þau og koma börnunum svona skemmtilega á óvart, faðmlögin voru hlý í hellirigningunni. Fórum svo á "skissernas museum" í Lundi á sunnudeginum, virkilega gaman að sjá skissur og undirbúningsvinnu ólíkra listamanna og kvenna. Hafði sérstaklega gaman að því hvað Herði Breka fannst gaman að sjá handbragð Picassós. Verslaði með Tobbu á mánudeginum og drakk með henni chaitee sem bragðast best með vinkonum. Keyrðum heim eða altso Valur en ég las "svefnhjólið" eftir Gyrði Elísasson, skemmtileg bók.

En núna er það rigningin og ræktin.

13 comments:

Anonymous said...

Hef stundum velt því fyrir mér hvort þið eruð algalin eða bara svona léttgeggjuð og sömuleiðis hvort þetta hafi ekki ágerst eftir að þið fluttuð út...

brynjalilla said...

hahha ætli við séum ekki sitt lítið af hverju, fer bara eftir veðri hvort það er...

Anonymous said...

æ hvað það virðist alltaf vera gaman hjá þér Brynja mín knús og kysses og takk fyrir kommentin.
Nú eru jólin að koma og engin snjór hjá mér sko
Kveðja
Harpa usa

Anonymous said...

Ég er nú orðin verulega spennt að smakka þetta tíðræða chaitee !!
Það styttist .... !!!

Anonymous said...

Já tek undir með þér Ingveldur,hlakka til að smakka þetta merkilega chaitee og fá þig til Akureyris Brynja mín.

imyndum said...

!!! Klukkan hvað vaknið þið á morgnana??

Fnatur said...

Til hamingju með flísarnar. Ég fór í stórhríð í ræktina í morgun þannig að rigning ætti ekki að stöðva þig beibe. Þetta var fyrsti snjór vetrar hjá okkur og ég spái því að hann verði farinn í fyrramálið. Gaman fyrir ykkur öll að þið hittuð tengdó.

brynjalilla said...

ah ennþá engin snjór hér og 11 stiga hiti, Örebrúarar klóra sér í hausnum yfir þessu veðurfari. Ég fagna því það auðveldar mér og öðrum hjólreiðarnar. Annars vakna ég svona yfirleitt um 6, finnst dýrmætt að eiga morgunstund í félagsskap tebollans og fréttablaðsins eða tölvunnar, svo hjóla ég gjarnan í ræktina. Ég hef alltaf verið meiri morgunmanneskja en kvöldmanneskja, það þekkið þið vel sem hafið reynt að horfa á bíómynd með mér. Knús til ykkar allra og takk fyrir kommentin.

Fnatur said...

Skál fyrir því Brynja mín.....ég er líka meiri morgunmanneskja. Vakna þegar litla 2 ára vekjaraklukkan mín vaknar en það er um 7-7.30. Ég kenndi bæði Hildi og nú Kristínu að það er nótt þar til klukkan er orðin sjö. Þá er ég tilbúin að velta fram úr;)

Anonymous said...

Brosum enn eftir að hafa hitt ykkur.
Það var æðislegt þrátt fyrir rigningu og fólksmergð. Teljum dagana þangað til þið komið. Takk fyrir að þið komuð til Dk. Það var fullkomnun á góðri helgarferð !

Anonymous said...

Ég sef vel á báða enda. Dauðlangar að geta lufsast á lappir svona snemma en er alveg ótrúlega löt á morgnanna. Sofna svo líka alltof snemma á kvöldin. Hopeless case ?
Öfunda alla morgunhana.

Anonymous said...

Morgunhönum tekst að koma fleiru í verk, held ég, en öðrum. Ég er ekki morgunhani heldur kvöldmanneskja, sem ég finn á mér núna þar sem alla vikuna hef ég farið alltof seint að sofa...´

Time for bed, portvínið bíður. Hilsen!

Anonymous said...

Mín kæra systir mikið dáist ég af þér fyrir morgunverkin, þetta segir kvöldhrafninn sem finnst erfitt að vakna á morgnana en ég er farin að telja dagana þangað til þið komið.
knús