Thursday, January 25, 2007

Brynja og lýðheilsan

Er á kafi í umsóknarferli, setti fyrst niður á íslensku hversvegna ég vel lýðheilsu umfram annað, þau ykkar sem nenna að lesa þetta, gjörið svo vel.

Master´s application LU20070115-1104947

Afhverju vel ég Lýðheilsu?

Þetta nám er kjörin leið til að leiða saman félagsvísindin, listina og áhuga minn á heilbrigði, velferð og vellíðan fólks. I gegnum störf mín og líf mitt sem uppeldisfræðingur, kennari og listamaður hef ég fengið æ meiri áhuga á því hvað manneskjan sjálf getur gert til ad gera lif sitt farsælt og innihaldsríkt. Ég hef séð í störfum mínum hvað, áhugahvöt, tjáning. virkni, sköpunargáfa og stefnufesta er mikilvæg og hvernig það ásamt heilbrigðri lífssýn og lífsháttum getur stuðlað að ánægðum einstaklingum. Gildi náms, tómstunda, heilbrigðs lífstíls, vináttu- og fjölskyldutengsla eru þar seint ofmetin.
Það sem einnig vekur áhuga minn er hversu sterkar andstæður eru innan lýðheilsuvandamála. Á meðan tveir milljarðar fólks á við heilsuvandamál að stríða vegna þess að það borðar of mikið og hreyfir sig of lítið, er stærsta lýðheilsuógn heimsins enn sú sama og fyrir iðnbyltinguna. Hungur, ungbarnadauði og skortur á aðgangi að hreinu vatni.

Heilbrigd lífssýn og lífshættir eru stoðir sem ég vil efla meðal fólks á öllum aldri. Ég vil skoða gildi heilbrigðra lífshátta og tengsl þeirra við virka hugsun og nýtingu sköpunargáfunnar sem okkur er öllum gefin. Í því samhengi er mikilvægt að skapa forsendur sem stuðla að fólk uppgötvi áhugasvið sín og hæfileika og nýti sér þá.
Að fólk nái tökum á lífstíl sínum, sé virkt í eigin lífi og menningu, með ýmsum hætti, eru án efa mikilvæg tæki sem draga úr líkum á: lærðu hjálparleysi, streitu, líkamlegri sem andlegri kyrrstöðu, kulnun í lífi og starfi, ýmsum geðrænum og persónulegum vandamálum.


Lykilord áhugsviða minna eru:

Heilbrigðir lifnaðarhættir
Heilbrigð lífssýn
Heilsuefling
Gildi hreyfingar og holls mataræðis
Nám, starf og tómstundir
Sköpunargáfa og virk hugsun
Áhugahvöt, fræðsla og tilleinkun
Samskipti í fjölskyldum og á vinnustöðum
Framkvæmdargleði, framkvæmdargeta og framkvæmdarmöguleikar
Forvarnir

Lykilorðin má tengja saman á ýmsan hátt, t.d. má velta fyrir sér :

Tengslum hreyfingar við afköst og starfsánægju.
Hvernig best megi virkja áhugahvöt og vilja fólks til bættra lífsvenja.
Gildi virkrar sköpunargáfu og tómstundaiðkunar á heilsu og vellíðan fólks á ólíkum aldri
Tengsl heilbrigðra fjölskyldusamskipta við tíðni hreyfingar, holls mataræðis og iðkun tómstunda.
Tengsl heilbrigðra samskipta á vinnustöðum við afköst, vellíðan, frumkvæðis, veikindadaga og starfsánægju.
Heilbrigð samskipti í fjölskyldum og vinnustöðum, hvað er það?
Iðkun hreyfingar og tómstunda og samfélagsgerð. Hver er hinn gullni meðalvegur í iðkun hreyfingar og tómstunda svo ekki orsaki streitu og tímaleysi?
Forvarnargildi heilsueflinga í skólum allt frá leikskólastigi, upp í framhalds- og háskóla.
Hönnun skilvirkrar heilsueflingar og námsefnis fyrir mismunandi skólastig og mismunandi vinnustaði.
Hvernig megi bæta við og auka ungbarnaeftirlit heislugæslustöðva. Hanna námskeið og námsefni sniðin að mismunandi þroskastigum barna og unglinga. Bæta þekkingu og tilleinkun foreldra á hollum llifnaðarháttum og jákvæðum samskiptum. Gera þá meðvitaða um að sýna fordæmi og ábyrgð gagnvart börnum sínum og stuðla að hollum lífsvenjum og lífstíls þeirra.

Þegar námi mínu er lokið í lýdheilsufræðum myndi ég vilja stofna fyrirtæki. Með það yfirmarkmið að:Styrkja þætti sem stuðla að bættir heilsu andlegri og líkamlegri hjá einstaklingum og ólíkum hópum folks á öllum aldri, fyrirtækjum og fjölskyldum og draga úr líkum á kulnun og vanlíðan sem rekja má til óhollra lífsvenja, óvirkni og slæmra samskipta.


Aðferðir:

Gerð námskeiða, fræðsla, fyrirlestrar, verkefni, námsefnisgerð, rýni í fyrirtæki, og skóla, ráðgjöf og eftirfylgni.

12 comments:

brynjalilla said...

hahhaha veit að ég á eftir að borða með þér appelssínur einhvern daginn, kæri Sverrir Páll!

imyndum said...

Rosalega flott upp sett hjá þér og skipulagt. Glæsilegt

Fnatur said...

Jápps, mjög flott hjá þér elsku vinkona.

brynjalilla said...

takk, er stressuð yfir þessu öllu og álit ykkar skiptir mig máli

hannaberglind said...

þetta er mjög flott hjá þér, hnitmiðað. þú ert svo mikill eldhugi og átt auðvelt með að hrifa fólk með þér. hlakka til að sjá fyrirtækið þitt komast á legg - frábær markmið þar!!!

Anonymous said...

Glæsilegt hjá þér kæra systir.
Sæki hér um vinnu hjá þér, get verið sýnishorn af því hvað gerist ef ekki er farið eftir réttu reglunum he he

Anonymous said...

Þetta er nú heldur "heavy" fyrir minn þreytta haus sem þar að auki er búinn að fá sér smá hvítvín með Gautaborgsku saumaklúbbsstelpunum sem voru að fara.
En ég bara varð að segja þér að málverkið þitt sem Andri fékk hjá þér í sumar og hangir yfir stiganum í stofunni hjá okkur vakti talsverða lukku og aðdáun. Þar sem þetta voru bæði læknar og læknisfrúr voru nokkrar sem vissu hver "konan hans Valla", væri. Góð auglýsing þetta, svona fínt dót auglýsir sig sjálft. Til hamingju það, Brynja mín. Vona bara að lýðheilsuskólinn komi ekki í veg fyrir myndsköpunina því það væri synd.

brynjalilla said...

Gaman að heyra, aldrei að vita nema ég fái að halda sýningu í stofunni ykkar. ÞAð er víst ábygglegt að myndsköpunin verður órjúfanlegur og er órjúfanlegur hluti af sjálfri mér. Verð með litla vinnustofu í húsinu okkar í Lundi, eins og þú veist er myndlistin mín lýðheilsa elsku Rósa.

ps: er alveg að verða búin með hina myndina sem fær að skreyta heimili ykkar.

Anonymous said...

Þetta er mjög flott hjá þér Brynja mín :) Þú getur sent þetta með í umsókninni þinni og verið stolt !
Til hamingju !

Anonymous said...

Hæ tek sannarlega undir þetta, þú ert góð í að orða hugsun þína og þetta er glæslegt hjá þér!!!! Og til hamingju með söluna á íbúðinni!

Anonymous said...

Bingó elsku Brynja! Rosalega flott of fagmannlega sett fram hjá þér. Eins og ég hef sagt svo oft áður þá bíð ég spennt eftir að fá þig heim! You go girl!
Knús úr Barmahlíðinni, Guðrún og co

brynjalilla said...

Mikið er gott að fá svona hvatningu, takk fyrir það og ég set bréfið í póst á mánudaginn!

PS:draumafyrirtækið mitt þarf líka á ykkur að halda þar sem ég sé fyrir mér samvinnu við konur eins og ykkur sem búa yfir svo mikillri þekkingu og reynslu.