Sunday, January 21, 2007
Janúar og sjöundi dagurinn.
Janúar er búin að vera góður við okkur. Það er komin vetur og börnin hæstánægð. Ég spurði þau í morgun hversvegna væri gaman að vera þau og Hörður Breki svaraði: Af því ég á góða fjölskyldu, er ánægður með lífið mitt og finnst gott að vera til, Dagrún sagði: Af því við erum saman og af því það er gaman að leika. Mér hlýnaði um hjartaræturnar enda gott þegar sátt ríkir. Við erum í þann mund að selja húsið, guðisélof því ég er orðin ansi þreytt á að henda öllu "ljótu" inn í skáp og þrífa gólfin sem aldrei fyrr og Valur orðin þreyttur á að fara stöðugt í endurvinnsluna með nokkra plastdalla og dagblöð. En vissulega hefur verið tekið vel á móti fólki í kauphugleiðingum. Verð að viðurkenna að svona fínt hefur ekki verið lengi og ég er útskrifuð í "homestylingfræðum"
Erum búin að eiga mjög góða helgi, útivera, sund, nammidagur, sushi og bókarlestur. Ég er á kafi í að lesa núna bækur eftir Stefan Einhorn og hvet ykkur að hafa augun opin fyrir þessum rithöfundi. Bókin sem ég er að lesa núna heitir " Den sjunde dagen" og segir frá samtali uppkomins sonar við föður sinn sem á ekki langt eftir. Samtalið fjallar um, sjálfssögð grundvallaratriði í tilverunni sem þarft er að minna á og fá mann til að meta væntanlega, líðandi og liðna stund betur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
til hamingju með söluna á húsinu, vona að það gangi vel með nýja húsið!!
Yndisleg börnin þín, einlæg eins og foreldrarnir - maður uppsker eins og maður sáir, ekki satt?
kossar og knús úr snjónum á Akureyri
Mmm.. de e najs http://youtube.com/watch?v=V9nEPvca4vk til hamingju með líðandi stund, börnin og fannfergið.. og innilega til hammó með söluna. Sjáumst í ræktinni í vikunni ;)
Til hamingju með lífið svona almennt.
Svíþjóðarferðum á eftir að fjölga þegar þið verðið komin til Lundar !!
Til hamingju með söluna og gaman að heyra hvað ykkur líður vel og að börnin eru ánægð. Þá er lífið fullkomið og best að muna að hamingjan er hugarástand en felst ekki í efnislegum gæðum. Þið eruð greinilega í góðum málum hvað þetta varðar, alls ekki á villigötum :-)
Kveðja úr snjónum á Akureyri,
Ingibjörg
Hún hefur nú svolítinn íslenskan blæ yfir sér, lopapeysa fréttamannsins í myndbandinu á linknum frá Lilý. En það kemur svo sem ekkert á óvart. Hef einu sinni dröslað með mér lopapeysu að heiman fyrir eina fóstruna á leikskólanum sem hélt því fram að ekkert jafnaðist á við íslenska lopapeysu þegar hún sinnti hestunum.
Annars skil ég þig vel, Brynja mín, með blessuðu "visningarnar" á húsinu, þótt mér finnist raunar alltaf vera það fínt hjá ykkur. Ekki einu sinni eldhúsið í rúst þegar maður kemur í mat!!!
Og geri aðrir betur.
Hæ skutla. Frábært að þið séuð búin að selja. Til lukku með það. Það er óþolandi að þurfa að hafa heimilið sitt "picture perfect" til lengri tíma. Sérstaklega þegar maður er með börn sem vilja leika sér. Frábært að þið eruð laus við það.
hæ skvísa ég er búin að reyna að spjalla við þig á msn en þú hefur ekki verið við. Þess vegna vissi ég ekki að þið væruð búin að selja. Til lukku með það. Hlakka til að sjá nýja húsið ykkar kv Þórdís
Svo gott að vita að ykkur líði vel... látið ykkur líða þannig áfram.
kv. Rósa
Gaman gaman. Gott að þið eruð búin að selja. Eruð þið svo búin að finna hina einu réttu íbúð í Lundi eða verða það stúdentagarðar?
Post a Comment