Wednesday, January 17, 2007

lagom

Mér finnst:

Svíar vera almennilegir, "snälla" þeim er umhugsað að taka tillit til allra og hlæja ekki nema vera vissir um að verið var að segja brandara.

Svíar vera með skort af kaldhæðni, það má stundum gera grín af sjálfum sér sko.

Svíar vera með skemmtilegar hefðir, elska jónsmessu og Lúsíu.

Svíþjóð stórt og fallegt land með ótrúlega fjölbreyttu landslagi, svona ef maður nennir að keyra hana þvera og endilanga.

Skógarnir í Svíþjóð stundum vera þrúgandi.

Svíar borða hollan mat og grænmetisætur eru algengar.

Svíar vera mjóir og ljóshærðir.

Svíar vera með göt hér og þar, með svart litað hár, tattú og langar neglur.

Svíar vera kvöldsvæfir, eru farnir í háttinn gjarnan klukkan 22.

Svíar kjánalegir þegar þeir eru á samkomu og standa við stólana þar til þeim er sagt að sitjast, eins og þeir séu í barnaskóla.

Svíar rómantískir þegar þeir týna sveppi og fara í nestisferð.

Svíar vera nískupúkar eða sniðugir. Ef boðið er til veislu er ekki óalgengt að þurfi að borga sig inn. Sniðugt ef þeir eru blankir en níska ef ekki.

Svíar vera þolinmóðir, sérstaklega þegar þarf að bíða í röð.

Svíar vera leiðinlegir að láta mann bíða í röð við hvert einasta tækifæri og þoli ekki þegar það á að taka fokkings "kölapp" eða raðmiða með númeri og fatta það ekki fyrr en maður er búin að bíða lengi í röðinni.

Svíar vera leiðinlegir þegar þeir gera vesen úr einhverju smáatriði eins og ef örbylgjuofnin er bilaður á kaffistofunni og það er kallað til Krísufundar.

Svíar vera góðir við börnin sín.

Svíar vera skipulagðir.

Skipulagið í Svíum vera pirrandi en samt á stundum ótrúlega þægilegt.

Gott að búa í Svíþjóð. Lagomlandið er þægilegt, stundum of rólegt en tækifæri á hverju strái. Kann vel við að vera mitt á milli tveggja menninga, sænskrar og íslenskrar. Kann vel við rólegheitin í Svíum en nýt þess um leið að hafa kraft og sjálfstæði Íslendingsins.

þannig er nú það.

Annars get ég sagt að ég hafi ekki málað á rólegu nótunum í dag, fór offari yfir William Turner stúdíuna mína, sem allt í einu er orðin frekar dimm en með áberandi andstæðum ljóss og skugga.

Það var snjókoma þegar ég hjólaði heim og þegar ég var búin að sækja börnin og leit í spegil sá ég að ég var nánast svört öðrum megin í andlitinu, hafði rekið penslana í mig og auðvitað var engin að segja mér frá þessu, hafa líklega verið hræddir við að særa mig eða haldið að þetta væri hefð frá Íslandi. Ég er búin að fá mér 3 tebolla og ætla að fara að drullast til að taka úr uppþvottavélinni.

9 comments:

Anonymous said...

Ég er að hugsa um skógin sem við förum að tína sveppi í,við förum bara eftir 22.00 þegar Svíarnir eru háttaðir.Svo er líka kjörið að velta sér upp úr dögginni eftir góða nótt af sveppa áti...
kv frá heimkomu drottníngunni í USA.

Anonymous said...

Voffor gör di på detta viset?

Magnús said...

Hundbidrag.

imyndum said...

;) takk fyrir skemtilega Svía analysu. Er svo ekki galdurinn að næla sér í góðu kostina án þess að "go native" Rómantískast með sveppakörfu án þess að rukka félaga sína fyrir að deila "pik-nikknum"

Anonymous said...

úú kannski væri hægt að hafa atvinnu af því að bjóða fólki heim og kemmta sér konunglega í leiðinni.
Stundum gælt við þá hugsun að opna lítið "sveitacafe" í stofunni minni og á sólpallinum. kannski ætti ég bara að flytja í sænska sveit.
knús

imyndum said...

Bíddu Bíddu frú Skrú Skrú... var ekki einhverntíma svona lítið kaffihús með heimabakkelsi þarna rétt hinumegin við veginn hjá þér?

Anonymous said...

Már bjó líka í Svíþjóð og mér skilst að hann sé sammála þér með biðraðirnar, allavega :-)

Gaman að heyra lýsingu þína á Svíum...

Knús, Ingibjörg

Fnatur said...

Hélt ég hefði sett inn langt og nokkuð gott komment hér í gær en kannki var það bara í draumi og þess vegna var það svona gott og skemmtilegt.
Það er sumt þarna á listanum þínum sem á mjög vel við kana.

Þetta með að vera kvöldsvæfir, barngóðir (flestir mjög barngóðir en að sjálfsögðu geðsjúklingar inn á milli) og sérstaklega þetta með skort á kaldhæðni.

Hvað er í gangi með þessa kaldhæðni fóbíu hjá þessum þjóðum?
Eru fleiri sem búa í kaldhæðnis lausum löndum?

brynjalilla said...

Deindla ég hlakka til að fara út í sænskan skóg með þér ja og ykkur öllum ef þút í það er farið. Lofa að nestiskarfan verður vel úti látin.