Ég elska föstudaga, hér var þrifið, þveginn þvottur og kveikt á kertum, pizzudeigið er að hefast og það er góð bíómynd í kvöld. Börnin eru úti á sleða í fyrsta snjónum. Líklega skammvinn sæla þar sem það er spáð 8 stiga hita á morgun. Um helgina ætla ég að kaupa mér túlípana og hýasintur og hugsanlega spjalla svolítið við þær. Ætlum líka að skella okkur á ball, Valli var að fá sérfræðingsleyfið sitt og við erum glöð.
góða helgi
Brynja
Friday, January 12, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Til hamingju með daginn !!!
Gott að þið eruð glöð og til hamingju með daginn vona að allir séu búnir að ná sér af pestinni.Góður dagur til að halda upp á 93ára afmælisdagur afa Bjarna í sveitinni.
Elsku Systir innilegar hamingjuóskir með áfangann ´hjá bóndanum.
Góða helgi.
knús
Þetta með að tala við blómin og trén - spurðu Valla hvort hann muni ekki eftir þegar amma í sveitinni var að dunda í garðinum eða bæta mold á inniblómin.
Til hammó með séffó !
Til hamingju með bóndann. Frábært hjá honum. Hann er svalur. Hafið það öll ljómandi gott um helgina og spjallaðu mikið við blómin kæra vinkona.
Knús, Lille Fnatz
til hamingju með lækninn þinn sæta mín, vona að þið hafið átt góða helgi
Frábær dagur! Til hamingju með kallinn og allt!
:) til hamingju bæði tvö. Hlakka til að heyra hvernig helgin var.
Post a Comment