Sunday, January 28, 2007
sunnudagslúxus
Sunnudagur, södd af pönnukökum með jarðarberjasultu, ligg undir sæng og úti fellur snjórinn hljóðlega og blíðlega. Börnin í heimsókn hjá vinum sínum. Við hjúin alein heima og gerum ekkert nema lesa og vera í tölvunni. Svaraði pósti sem var búin að safnast upp, hlusta á Cörlu Bruni, Madaleine Peiroux og Jay Low. Eftir hálftíma byrjar eðlilegt heimilislíf aftur...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Sæl mín kæra.
Sunnudagar geta verið svo yndislegir, frábært að eiga svoleiðis daga.
Átti sjálf einn slíkan í dag. Enda ágætt eftir húll og hæ í gærkvöldi á þorrablóti að hætti íslendinga.
Vona að vikan fylgi þér eftir á sama hátt.
knús
Áslaug
Voða er þetta eitthvað ægilega ljúft hjá ykkur....bestu kveðjur, Ásta London
;) enn nææææs !
kossar, Rósa
Post a Comment