Saturday, January 27, 2007

...svo hamingjusöm eitthvað
















íbúðin seld, búið að velja veggfóður og liti í nýja húsið, umsóknin í Lundarháskóla tilbúin, tilveran í góðum takti. Hér var indversk veisla í kvöld, tandúríkjúklingur, kúskús með rúsínum og 12 kryddum, naanbrauð bökuð af Val, rauðvín frá Ástralíu svindluðum smá, fundum ekki indverskt vín. Börnin enn rjóð í kinnum eftir þoturennsli og rölt á markaðinum í dag, þreytt af nammiáti og södd af pizzunni því tandúríkjúllinn þótti þeim ekki spennandi. Ég svo hamingjusöm eitthvað, kannski útaf rauðvíninu og frábærri ferð í Bra och begagnad með Valdísi vinkonu okkar og ég keypti fallegstu postulínskaffikönnu í heimi en mest held ég útaf stemmingu kvöldsins.

ást
Brynja

ps: myndirnar eru síðan í Moskvu fyrir einu og hálfu ári, var að skoða þær, langar aftur til Moskvu en eiginlega meira til Pétursborgar. Kannski læt ég mér Gdansk nægja næsta sumar...kemur í ljós

5 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með allt !!!!!!!!!!

Anonymous said...

Elsku Brynja mín og allir þínir.
Innilegar hamingjuóskir með söluna á íbúðinni ykkar. Hlakka til að sjá þá nýju.
Hér var indversk kjúklingaveisla á föstudagskvöld en án rauðvíns, það kom ekki að sök, maturinn var frábær.
Endilega fáðu nú Val til að deila uppskrift af nanbrauði.
elska ykkur
Áslaug

Anonymous said...

Hæ hæ,

gaman að heyra að þú sért hamingjusöm og til hamingju með þetta allt saman. Maturinn hljómar hrikalega girnilegur, og já, uppskriftin að nanbrauðinu væri vel þegin :-)

Kær kveðja,

Ingibjörg

Anonymous said...

Gott að vera hamingjusamur Brynja mín :)
Langaði bara að senda þér hæ og knús :)

Guðbjörg Harpa

Fnatur said...

Þú ert æði beib.