Saturday, September 01, 2007

Auschwitz, ágúst 2007

Eins og gefur að skilja var þetta ekki kátínudagur ferðarinnar. En vissulega fræðandi, dapurlegur og óhugnalegur. Það er merkilegt að sækjast í að skoða þessar hamfarir og mikilvægt að gera það með réttu hugarfari. Með virðingu. Mér fannst kjánalegt og virðingarlaust að sjá pizzustaði, pylsusala og íssjobbur þarna í kring en samt einhvernveginn líka gott því lífið heldur jú áfram. Það er mikilvægt að minna sig á og komast í nálægð við söguna. Það er nauðsynlegt að taka í hnakkadrambið á sjálfum sér og segja ég dæmi ekki hópa eða fólk eftir ákveðnum sérkennum innri sem ytri.

Það var erfitt að ákveða hvort börnin ættu að fá að fylgja okkur inn í útrýmingarbúðirnar. Við viljum ýmist vernda þau og leyfa þeim að lifa í áhyggjulausum heimi sem lengst eða kenna þeim staðreyndir lífsins svo þau læri, dafni og lifi með raunhæfar væntingar. Það er erfitt að staðsetja helförina í uppeldislegum pælingum, en er vissulega atburður sem mikilvægt er að muna eða eins og svo hyggilega er mælt "The one who does not remember history is bound to live trough it again"





















4 comments:

imyndum said...

Þetta eru sláandi myndir en sú sem sló mig einna mest er myndin af þér á lestarteinunum með fána ísraels. Það er eitthvað svo öfugsnúið að í mynningu um slíkan harmleik liggur skuggi nútímans þar sem sama þjóð og beitt vað slíku misrétti fyrir ekki svo löngu síðan sé í dag gerendur í slíku athæfi.

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Áhrifaríkar myndir og gott að um slíkar hamfarir sé gert greinargott safn svo fólk haldi áfram að muna. Sammála Rósu með Ísrael-Palestínu. Yfir mig bit á framkomu þeirra í þeim viðskiptum.

Anonymous said...

Sterkar myndir sem koma manni til að hugsa um lífið og tilverna. Ekki voru allir svo heppnir að geta gengið aftur út um hliðið á Auschwitz.

Ástarkveðjur og velkomin heim aftur.

Anonymous said...

lart mikid