Friday, September 07, 2007

fjórir hundar

Ég var spurð að því í gær af kínverskri skólasystur minni hvernig ég gæti verið í námi með 2 börn, eitt fósturbarn og fjóra hunda. Ég leiðrétti hana fljótt en er enn að hlæja yfir þessum misskilningi, 4 HUNDA???? Vissulega gerir hundaleysið mér auðveldara fyrir og ég er í skýjunum yfir náminu. Ég finn að ég höndla það, allavega ennþá og að bakgrunnur minn og áhugamál fléttast ljúflega inn í það. Við komum frá öllum heiminum t.d. Kína eins og hefur komið fram, Ghana, Nígeríu, Eþiópíu, Danmörku, Rúmeníu, Serbíu, Svíþjóð, Kanada, Palestínu og fleira. Fróðlegur kokteill, hagfræðinga, lyfjafræðinga, lækna, tannlækna, líffræðinga, sjúkraþjálfara, sálfræðinga nú og uppeldisfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Heimurinn er allvega búinn að stækka óneitanlega mikið hjá mér í vikunni og frábært að fá bónusinn sem felst í þessum margbreytileika. Ég viðurkenni alveg að þetta er heilmikil vinna, en ég hef mikla ánægju af því að fá útrás fyrir skipulagsáráttu mína og allajafna ætti vinnudagur 8-17 að nægja og með góðum skammti af iðni get ég tileinkað listagyðjunni í mér allavega einn dag í viku, það er jú mín lýðheilsa.

Annars er rútínan komin góða leiðina í þriðja gírinn. Ég er vöknuð 6 til að setja á mig gloss og þvo mér undir höndunum. Svo vek ég liðið, sérstaklega yngri lilluna mína sem þarf langan tíma til að vakna og er enn sármóðguð yfir þeirri ósvífni að fá ekki lengur að sofa út, hún er hinsvegar hæstánægð með skólann og finnst ekki verra ef hún kemst í glosstúbbu móðurinnar. Nanna fósturlillan mín þarf líka að sinna mikilvægri glosstækni á morgnanna áður en hún fer í menntaskólann en herramennirnir á heimilinu herra morgunhress og herra tralli láta slíkt um lönd og leið og óskapast yfir því að vera komnir í kynjaminnihlutahóp á heimilinu og berjast fyrir þeim mannréttindum að fá afnot af baðherberginu.

En nú er ljúft föstudagskvöld og yndislegt að hanga í tölvunni og gera ekki neitt nema bara að njóta hversdagsgæðanna, afslöppuð og sátt við guð og menn. Ekkert hundslegt við það.

11 comments:

Anonymous said...

Fjórir hundar?!?!? Hahahahahahah
Steikt!

Anonymous said...

gaman að herya hvað þér líkar vel í skólanum, hlakka til að hanga með þér á föstudagskvöldið 12. okt og sötra kannski pínu hvítvín:)

imyndum said...

... en af hverju 4 hundar? Hvar liggur miskilningurinn?

Hlakka til að fylgjast með þér í náminu í vetur ;) stolt af þér eins og við öll...
Kossar

brynjalilla said...

jú líklega liggur misskilningurinn í því að hin ljóshærða stúlkan í náminu á 4 hunda vítt og breitt um evrópu og þessi kínverska hefur blandað því saman við mig, algjörlega yndislega fyndið. Ég sé mig í anda með 4 hunda í morgungöngu og börnin mín með og skólatöskuna á bakinu. Sakna þín.

Já guð Hanna þetta verður yndislegt, sé fyrir mig brakandi kamínueld, rauðvínslús, humarveislu og innkaupapoka eftir vel heppnaða ferð í bæinn.

Fnatur said...

Haha frekar fyndið undrahundagrín.
Gaman að gengur vel hjá ykkur öllum. Ég er líka komin í skólagírinn, keyra örlítið lengra en til Dalvíkur á hverjum degi til að komast í skólann minn en það er samt eina sem ég get kvartað og kveinað yfir. Hitt er bara spennandi og gaman.
Reyni að bjalla á morgun skutla.

Soar Iceland said...

sæta mús er búin að gramsa mikið í eigin kjallara og fundið ýmsar mýs ...allar eru þær velkomnar en engin eins velkomin og þú litla mýsla
sendi þér email fljótlega elska þig ragna

Thordisa said...

Sendi þér hauskveðjur héðan úr Reykjavíkinni. Hlakka til að sjá þig sem fyrst...

Anonymous said...

mér finnst að þið ættuð að ath þetta með að fá ykkur fjóra hunda !

Anonymous said...

Gott að heyra að allt er að komast í gírinn - er sjálf komin í MA nám í fötlunarfræðum, gaman að vera komin aftur í nám, þó það sé bara 1 kúrs.
Hlakka til að fylgjast með í vetur :)
kv. Árný

Anonymous said...

Gott að heyra að þú ert að komast í gírinn, gangi þér vel.

Anonymous said...

HÆ Brynja, skrifa frá AKureyri núna, Súlurnar komnar með hvítan koll og maður fain að skreppa á Glerártorg í Nettó í stað HM á Oxfordstræti. Það verður skemmtilegt að fylgjast með þér í náminu, kær kveðja, Ásta tannsi