Monday, September 24, 2007

Draumur á haustdegi

Ég sit við gamla skattholið sem ég keypti um daginn á loppis á 280 kr. Unaðslega fallegt og ætlað til innblásturs við lærdóm. Sólin skín en til að lifa mig enn betur inn í sögu faraldsfræða, dró ég fyrir kveikti á kertum, drekk kaffi og sé fyrir mér hörmungar tengdum bólusóttum, inflúensu, kóleru og annarra faraldra. Er ýmist stödd í íslenskri harðneskju, í iðnvæddum stórborgum eða í frumskógum Afríku og upplifi sult og seyru, barnsgrát og vanmátt. Til að færa mig reglulega til míns þægilega veruleika kíki ég öðru hvoru í tölvuna og dreymi um haustferð okkar hjóna til Prag í nóv.

Erum búin að panta okkur miða á tvo viðburði:
http://www.myspace.com/gogolbordello
http://www.viennaticketoffice.com/detail_en.php?ID=3981
Enginn vanmáttur sem fylgir þessu!

4 comments:

Anonymous said...

Gott að heyra að allt gengur vel, lærdómurinn hljómar áhugaverður svo ekki sé meira sagt. Hér er ég með tvö sofandi börn og við tölvuna, stúlkan sefur mikið og er afar vær. Takk fyrir kvittið á barnalandi og falleg orð um sængurverið - en gleymdu því ekki að sængin sem hlýjar litlunni er líka frá þér. Hlýja þín og vinátta er svo það sem virkilega yljar mér og okkur um hjartaræturnar og gefur sæng og sængurveri aukið gildi - og hlýjar börnunum mínum örugglega enn betur fyrir vikið.
Kveðja og knús,
Ingibjörg

Anonymous said...


Smá fréttir hér af fræga fólkinu...
Vildi bara segja þér að Herbert Guðmundsson er frelsaður og mun gefa út Gospel plötu bráðlega !
http://www.visir.is/article/20070925/LIFID01/70925074

Hallelúja

Thordisa said...

mikið væri ég til í rómantíska ferð til Prag ummmm

Fnatur said...

Takk fyrir spjallið í dag skvísa.
Miss U