Wednesday, November 21, 2007

njótandi og verandi í Prag


Er búin að pakka því nauðsynlegasta niður, Vladimir er enn að leita að vettlingunum sínum. Við erum í góðum fíling og ætlum að vera í Prag næstu 5 dagana, njótandi og verandi.

Sunday, November 18, 2007

Jól út í glugga











Húsið okkar var ekki venjulegt heimili í gær, það var í senn piparkökuverksmiðja og jólahús. Við erum óvenjurík núna erum með 2 dásamleg börn í pössun í nokkra daga og svo skokka önnur út og inn. það finnst mér svo yndislegt, ekki fyrirfram ákveðnar heimsóknir heldur bara dingl í dyrabjöllu og helst vil ég að þau labbi bara inn, svo sem ekki á skítugum skónum svo satt sé sagt frá. En framleiðslan í ár var með mesta og besta móti, nú þegar hefur grynnkað verulega á byrgðunum enda byrjuðu jólin hér í gær. Við drukkum jólaglögg, borðuðum piparkökur og horfðum á Narnia um kvöldið, þreytt og ánægð eftir afkastamikinn dag og nutum þess að horfa á jólaljósin sem við erum búin að hengja upp. Án efa mörgum Svíanum til ama, allt út fyrir rammann 1.des er eiginlega of mikið fyrir þá og þeir sjá sig jafnvel knúna til að skrifa um það í blöðin að "aðventuljós" eigi ekki að vera nema á aðventunni. Við "struntum" auðvitað í það og gerum heimilið fallegt með birtu og yl án reglna um hvenær sé viðeigandi að setja jól út í glugga.

Monday, November 12, 2007

margmenningarlegur kokteill


þetta var svo skemmtilegt kvöld. Það er ótrúlega gefandi og áhugavert að hitta allt þetta fólk og kynnast því betur með hverjum deginum. Ég ætla að láta mér þetta að kenningu verða. Fyrsta skóladaginn minn nefnilega var ég lítil og hrædd og efaðist um að ég ætti heima í þessum hópi fólks sem sveipaði um sig doktorsgráðum, mastersgráðum, spennandi starfsreynslum og allskonar fíneríi. Fannst ég vera lítil stelpa þennan dag með svo sem gott nesti í farteskinu en samt án rjóma og smjörs. Núna er ég búin að komast að því að öll vorum við lítil og hrædd þennan dag, öll búum við yfir lífsreynslu og menntun sem myndar þennan fallega kokteil sem við erum, vissulega finnast kekkir í kokteilnum vegna menningarmargbreytileika en við smjöttum bara á þeim. Sumum lengi, öðrum stutt og reynum að átta okkur á bragðinu.Næst þegar ég verð lítil og hrædd ætla ég að muna þetta og bíta fast í bitann sem stendur í mér. Það eru forréttindi að fá innsýn í lífssögur þessa fólks sem eru svo ólíkar en öll deilum við sömu grundvallartilfinningunum og lönguninni að gera þennan heim betri á einhvern máta...









Sunday, November 11, 2007

tilviljanir...

tilviljanir eða eittthvað annað...ég veit það ekki, skólasystir mín er með krabbamein í beinunum, hún er jafngömul mér. Ég var með fest í kvöld, prinsinn af Ghana var hér og við dönsuðum magadans. Allir skemmtu sér stórkostlega. Allir drógu málshátt út krús, ofangreind skólasystir dró: once you choose hope everything is possible, það þótti mér fallegt og lofandi.

Ég sakna ykkar fólkið mitt ljúfa!