Sunday, November 18, 2007

Jól út í glugga











Húsið okkar var ekki venjulegt heimili í gær, það var í senn piparkökuverksmiðja og jólahús. Við erum óvenjurík núna erum með 2 dásamleg börn í pössun í nokkra daga og svo skokka önnur út og inn. það finnst mér svo yndislegt, ekki fyrirfram ákveðnar heimsóknir heldur bara dingl í dyrabjöllu og helst vil ég að þau labbi bara inn, svo sem ekki á skítugum skónum svo satt sé sagt frá. En framleiðslan í ár var með mesta og besta móti, nú þegar hefur grynnkað verulega á byrgðunum enda byrjuðu jólin hér í gær. Við drukkum jólaglögg, borðuðum piparkökur og horfðum á Narnia um kvöldið, þreytt og ánægð eftir afkastamikinn dag og nutum þess að horfa á jólaljósin sem við erum búin að hengja upp. Án efa mörgum Svíanum til ama, allt út fyrir rammann 1.des er eiginlega of mikið fyrir þá og þeir sjá sig jafnvel knúna til að skrifa um það í blöðin að "aðventuljós" eigi ekki að vera nema á aðventunni. Við "struntum" auðvitað í það og gerum heimilið fallegt með birtu og yl án reglna um hvenær sé viðeigandi að setja jól út í glugga.

9 comments:

imyndum said...

Enn hvað það er ynnileg gleði á þessum myndum, og ekki er afraksturinn amarlegurm.

Hlakka svo til að knúsa þig, farin að telja niður dagana.

Kossar Rósa

Fnatur said...

Vá þvílík framleiðsla. Þetta er eins í verksmiðju. Báðar stelpurnar mínar sáu allar myndirnar og nú þarf ég víst að hendast í piparkökubakstur fljótlega ;)

Anonymous said...

vá ! það er aldeilis piparkökuframleiðsla. Yndislegt :)
Jólaljósin eru farin að týnast upp hér óvenju hratt finnst mér á Akureyri...mér finnst það ósköp vinalegt þó mín öll séu enn inni í skáp..... Fer í þetta fljótlega.... bíð eftir frídegi í þetta ;)

Piparkökuknús
Edda

Thordisa said...

ég er að þrífa í dag byrja á jólahreingerningunni og svo langar mig að fara að henda upp ljósum. Ætla að baka piparkökur með börnunum í ár og eiga notarlegan desemberg helst laus við allt stress

Anonymous said...

"VÁ! Yndislegt er þetta" sagði þriggja ára snáðinn sem sat við hlið mér þegar ég skoðaði myndirnar í þessari færslu. Frekari orð eru óþörf... Að vísu er ég ekkert fyrir það að skreyta snemma, en það er greinilega góð stemning hjá ykkur, og smitar útfrá sér í gegnum netið.

Anonymous said...

Ég er sú eina í minn fjölskyldu sem finnst kominn tími á jólaljós og jólaeitthvað. Grasið er enn grænt í garðinum hjá mér (alltaf svo mikil blíða í Hafnarfirði, næstum eins og á Akureyri) svo að enn held ég aftur af mér. Eða kannski vegna þess að ég nenni ekki að setja ljósin upp sjálf og fæ ekki Steindór til þess fyrr en
1. des. Hmm. Ætla að leggjast undir feld og:
a) endurskoða jólastemmninguna
b) endurskoða framtaksemina, hjá Steindóri þá að sjálfsögðu
c) skoða kaup á gervisnjóvél
d) KAUPA piparkökur og mála með yngsta syninum.

Systa lata skata

Anonymous said...

Við gátum ekki staðist freistinguna og mættum í Jól í Liseberg, strax á öðrum opnunardegi. Það var rosalega skemmtileg stemmning, ljósaskreytingar, sölubásar með alls konar listmunum og gúmmilaði, glóðheit "grill" til að hlýja sér á og fullt af fólki. Og að sjálfsögðu voru nokkur tæki opin, nokkuð sem börnin kunnu sérstaklega að meta.

Mér fannst þó einum of snemmt að heyra Santa Lucia, Ave Maria og að ég tali nú ekki um Helga nótt um miðjan nóvember. Myndi helst vilja geyma það í svona tvær vikur í viðbót. Ákvað þess vegna frekar að baka skúffuköku og geyma skreytingar á piparkökuhúsi þar til síðar. Stemmninguna í Liseberg má hins vegar upplifa oft fram að jólum og verður árskortið örugglega fullnýtt þessar síðustu vikur sem það er gilt.

Anonymous said...

Dásamlegt að sjá hvað þið eruð dugleg og listræn er ekki komin í jólastuð er rétt að ná mér niður eftir Ameríkuferðina ótrúlrgt hvað það getur tekið á mann að missa sig í MOLLINU. Kossar og knús héðan úr Snægilinu.

Anonymous said...

vá flott framleiðsla þarna á ferð, ætla að kaupa piparkökur og mála með frændum mínu eins og ég gerði í fyrra.
Jólagardínurnar er geggjaðar!!