Þegar ég var lítil voru jólin komin þegar Sigga og Ingvar í næsta húsi voru búin að setja jólaseríuna í búrgluggann hjá sér. Ég man svo vel hvað ég gat horft á tígullaga og marglita seríuna úr herbergisglugganum mínum og dáðst að fallegu birtunni. Yfirleitt voru hvít jól og birtan sem sló á snjóinn breiddi úr sér og í huga mínum urðu til ótalmörg ævintýri. Yfirleitt var snjórinn þakinn demöntum og gimsteinum sem voru í eigu óþekktrar prinsessu handan við hafið. Gimsteinana hafði borið á land frá strönduðu sjóræningjaskipi. Ég hafði líflegt ímyndunarafl og hef í raun enn, stundum tekst mér jafnvel í hughrifningu yfir einhverri hugmynd blaðra henni upphátt og kveikja undrun og jafnvel áhyggjur í andlitum viðmælenda minna. En það er gott að vera barn um stund og knúsa það og kjassa. Í gær heyrði ég sögu af norskum heimspekingi 93 ára gömlum sem mælir með að fólk leiki sér meira. Þess til styrks ber hann dúkku öllum stundum og leikur sér að henni. Já vissulega hljómar það á mörkunum en samt, ef maður veltir þessu aðeins fyrir sér þá er margt til í þessu. Við eigum að leika okkur oftar. Það er gott að gleyma amstri, skyldum og áhyggjum um stund. Að leyfa huganum að fljúga, andanum að þenjast, líkamanum að sprikla, búa til ævintýri, dreyma dagdrauma, lifa í núinu, hlæjandi og leikandi sér með þeim sem maður elskar. Þær stundir safnast ekki bara í góða minningarpokann heldur líka í hjarta þeirra sem njóta. Með leiknum eru sáð dýrmæt fræ til að takast á við tilveruna í jafnvægi við sjálfan sig og sína brosandi eða þegar þannig stendur á með styrk sem hefur búið um sig í sál viðkomandi.
Elskulega fólkið okkar hér koma myndir af jólagleðinni hjá okkur í Signalvägen 20, hún er búin að vera yndisleg, letileg, skemmtileg og gleðileg.
Það var komið að Dagrúnu í ár að setja jólastjörnuna á tréð

Rauðkálsgerð hertók allt daginn fyrir Þorlák

Á Þorláksmessukvöld, hugað að krullum

Taka 1

Það var þeim kvöl að láta stilla sér upp en það tókst samt

ánægð með krullurnar sínar

Ómissandi ölið og brúnuðu kartöflurnar

Góður þó hann sé danskur

Erfitt að bíða

Amminamminamm

Spennandi

jólaknús

Strákarnir að leika sér

Að setja strípur í Bratz sló í gegn

Niðursokkin

Í eins kjólum frá ömmu Stínu

Upprennandi boxari

Hangikjötið á sínum stað á jóladag

ljúffengt

god fortsättning eins og sagt er hér eða gott áframhald