Wednesday, December 17, 2008

Hvað þið eruð yndisleg og skemmtileg

Elskurnar mínar, það mun koma tími fallegra handskrifaðra jólakorta á ný. Synd að gefa sér ekki tíma í að skrifa ykkur öllum hverju fyrir sig persónulegar orðsendingar:

Hvað þið eruð yndisleg og skemmtileg
Þökk fyrir sérstaka samveru á líðandi ári
Yfirlýsing um að hittast á nýju ári (er reyndar alveg hætt því hehe)
Hvað við söknum ykkar
Upprifjun á mikilvægum augnablikum
Þökk fyrir vináttu og hlýju
osfrv.

Það er bæði gott og ljúft að senda fjölskyldu og vinum kort, líka þeim sem manni þykir vænt um en hittir ekki svo oft, það er líka gott og ljúft að fá kort því það færir okkur öll aðeins nær hvort öðru.

6 comments:

Þorgerður Sigurðardóttir said...

ótrúlegar flottar myndir, spá hvort þú getir ekki hjálpað mér að gera svona svipað, jafnvel, copy paste börnin mín inn í þetta falleg umhverfi elska myndina af Dagrúnu og Herði sparífötum og þegar þau eru sundi, Ab fab
þín Tobba, sem er með elskulegan bróður og co í heimsókn, tími ekki að kúka matnum sem ég borðaði í gær, hann var svo góður!!!

brynjalilla said...

oh takk mús, þar sem Dagrún og Hörður Breki eru í sundi er nánar tiltekið í ánni þar sem við vorum í fjallaþorpinu í Rúmeníu, hlakka til annað kvöld

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Fanny er ad setja í okkur strípur, við Ína verðum þvílíkt sætar á morgun, Einsi neitar að láta klippa sig, viltu kíkja í kaffi og fá þér Sukkulaðimola!!!!

Anonymous said...

hér er samviskusamlega búið að prenta út jólakortið á rándýran og fínan glanspappír og setja í bunkann með hinum kortunum :) Svo var prentað út annað eintak þar sem Kolfinna vildi alltaf vera að lesa kortið fyrir Ásbjörn þannig að nú á eitt heima í dótakassanum og er það mikið skoðað og lesið. Valli, Brynna, Öðður beki og darrún skoðuð gaumgæfilega og hver mynd fyrir sig útskýrð :)
Knús
Edda

Britta said...

Tack för julkortet! Massa pussar o kramar till din underbara familj från mig, Sixten o Ola!

inga Heiddal said...

Til hamingju með vinkonu þína... Get ég nokkuð fengið emailið þitt???
kv INGA