Friday, April 25, 2008

Gleðilegt sumar


Gleðilegt sumar vinir mínir nær og fjær. Yndisleg vikan heldur áfram, sól og sumarylur og ég komin með far af útiverunni sem ég hef náð í lok vinnudags, tókst að skila af mér þremur verkefnum í vikunni og byrja á því næst síðasta þessarar annar, sem er svolítil eigindleg rannsókn. Það eru forréttindi að hafa foreldra sína hjá sér og fá að njóta með þeim kvöldstunda. Höfðum rækjuveislu í fyrradag og grillaðan kjúkling í gær en enn er óákveðið hvað kvöldið í kvöld býður upp á. það eru svona vikur þegar maður hefur allt, sól og fjölskylduna sem skilja eftir sig hlýju sem hægt er að sækja í þegar aðstæður eru þannig. Nú er það tesopi, hafragrautur með öllu og rannsóknarvinna....hún verður stutt í dag.

8 comments:

Anonymous said...

Blessuð heillin mín.
Njóttu þess nú fram í fingurgóma að hafa fjölsylduna hjá þér. Vonandi að þú getir slakað aðeins á um helgina í góðu veðri.
Gleðilegt sumar til ykkar allra.
Kveðja, Lóla

Anonymous said...

Gleðilegt sumar :)
Hér var sumar í gær en frekar kalt í dag ...

Hlökkum til að sjá ykkur...það styttist óðum !

Kveðja
Edda

Anonymous said...

Gleðilegt sumar, elsku Brynja og fjölskylda. Njótið helgarinnar.

Fnatur said...

Gleðilegt sumar kæra vinkona.

6 vikur í Ísland :)

Anonymous said...

Hæ sæta!
Haltu áfram að njóta á meðan tími gefst til og lokaðu skruddunum yfir helgina!!
Knús Fanný
ps.hvar fannstu þetta skemmtilega jarðarber?

Anonymous said...

Kveðja úr Snægilinu.
Hér í byrjun sumars hefur flensa herjað á heimilisfólk,en allir eru nú lausir við þessa óáran.
Okkar bestu sumarkveðjur á Signalveginn og nágrenni. hökkum til að hitta ykkur í sumar !!!!

Vaxa þessi jarðarber í garðinum hjá ykkur

Anonymous said...

Gleðilegt sumar kæra fjölskylda!

Mér fannst ég finna ylinn af sólinni og goluna undir pilsið :) hlakka til að finna íslensku vorsólina....sem er týnd í augnablikinu en ...

xxx
Ingveldur.

Thordisa said...

Frekar mikil gola í dag en þó sól en kannski ekkert sérlega hlýtt væri til að skipta á sænsku sumarveðri og þessu blessaða kulda sem er hér alla daga.