Friday, May 02, 2008

njótandi, verandi og borðandi

Ég er að baka ítalskan hrísgrjónabúðing og mér sýnist á öllu að útkoman verði ekki jafn falleg og myndin í matreiðslubókinni, vona samt að bragðið verði gott. Það er veisla í kvöld og við eigum von á kálfakjöti í madeirasósu, réttur ættaður af kúbverskum veitingastað í Prag hvorki meira né minna og við sem sé sjáum um eftirréttinn sem verður bara kaffærður í berjum og flórsykri svo ólögulegheitin sjáist síður. Á morgun er einn mánuður eftir af önninni og lokasyrpan að taka við með tilheyrandi álagi og fíneríi, ætla að slappa vel af í kvöld með góðum vinum og njóta í botn vitandi að næsta veisla verður eftir mánuð, í garðinum mínum með barbeque og tilstandi. Í gær keypti ég flugmiða handa mér og börnunum (Valur fer aðeins á undan til að vinna fyrir flugmiðanum) við fljúgum beint til Akureyrar 8. júní og förum svo heim þann 29. júní, sléttar 3 vikur, við hlökkum til.

Í kvöld ætla ég að vera með glimmeraugnskugga og gloss, njótandi, verandi og borðandi með fylgifiskunum mínum, Tobbu túttu, Sveina og rauðhærðu tryppunum þeirra.

5 comments:

Thordisa said...

Er á Akureyri og heldurðu ekki að Ingveldur hafi þá farið suður svona er þetta :-( En ég hitti Rögnu í ræktinni áðan og það er partý í gangi á morgun og kannski ég fái að kíkja á hana. Veit ekki hvort Hanna Berglind er að vinna í kvöld vona það. Njóttu þín í kvöld sakna þín mest

Anonymous said...

Skemmtu þín í kvöld Brynja mín. Hlakka til að sjá þig í júní :-)

imyndum said...

Ég sé ykkur Tobbu fyrir mér í blússandi stuði í gærkvöldi, viss um að það hefur verið gaman hjá ykkur.

.... en þið eruð allt of snemma í því á Íslandi, fúlt að missa af ykkur.

Kossar og knús frá okkur báðum
Rósa og Marwan

Fnatur said...

Ohhhh hvað ég hlakka til að sjá þig:)
Vona að ítalski búðingurinn hafi lukkast vel.

Anonymous said...

Hæ Brynja,
Við förum til Íslands 29. júní þannig að við hittumst víst ekki í þetta skiptið - bara næst :)
bæjó Freydís