Sunday, May 18, 2008

ekki í frotté hagkaupsbrók




Jæja nú fer að líða lengra milli færslna allavega í bili þar sem prófalestur og lokagerð tveggja stórra verkefna stjórna lífi mínu um þessar mundir.

Það var langþráð hvíld frá náminu að vera listakona í eitt kvöld, svo skemmtilegt og píkublómin mín skutu rótum í hjörtum Svíakvenna. Þetta verk gefur mér svo mikið og það er víst ábyggilegt að ég mun halda áfram að útbreiða boðskap blómanna. Ég spjallaði heillengi við konu sem hugsanlega getur komið mér í samband við eiganda gömlu járbrautastöðvarinnar hér í Stångby en þar væri mjög góð vinnuaðstaða fyrir mig og penslanna. Elska svona þegar tækifærin eru á næsta horni, vona að þessu fylgi eftirmáli.

Við áttum indæla helgi en við vorum með einn af bestu vinum hans Harðar Breka, frá Örebrú, í heimsókn og gistingu um helgina meðan foreldrar hans skruppu til Köben. Það var svo gaman að sjá þá saman en líka svolítið sárt um leið þar sem það er langt á milli hittinga og það var sem ég bjóst við stráksi minn skældi svolítið í koddann sinn í kvöld miður sín yfir aðskilnaði þeirra félaga. Samt svo stolt af honum og hversu tjáningaríkur og hlýr hann er en hann skrifaði vini sínum fallegt bréf um hversu vænt honum þætti um að hafa eytt helginni með honum og sendi honum hlý faðmlög, ég ætla að setja bréfið í póst strax í fyrramálið.

Við fórum í "busfabriken" með strákana, unglingana og skottuna, skemmtum okkur þrælvel og við Nanna létum gabba okkur upp á "eldfjall" renndum okkur skelfingu lostnar niður og ég þakkaði fyrir að ekki svo margir voru á svæðinu því ég var í kjól sem auðvitað flettist upp yfir haus í hamaganginum, sem betur fer var ég ekki í frotté hagkaupsbrók hehe.

Hafið það gott öllsömul, hér verður tíðindalítið næstu daga en ég þigg rafræn knús sem endranær

12 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með píkublómin og gangi þér vel í törninni. Rafrænt knús **

Anonymous said...

Miklu betra útsýni ef maður er ekki í frotté-hagkaups ;) hehhee

Sjáumst
Edda

Fnatur said...

Mikið er hann Hörður Breki yndislegur...hlakka til að hitta bæði hann og Dagrúnu.
Hildur er farin að sofa með íslandsdúkkuna sem þú gafst henni fyrir nokkrum árum síðan og vill endilega taka hana með sér til Íslands bara til að geta sýnt þér að hún á hana enn.........fyndin þessi skott sem við eigum.
Gangi þér vel í lokatörninni......það er svooo gott að vera laus:)

Karíus og Baktus í Hong Kong said...

Knús úr Austrinu, gangi þér vel.
Mér sýnist þú og þínir vera hressir sem er vel.
Þræddi mig hingað inn gegnum bloggið hennar Hönnu Berglindar.
Gaman!
Kv.
Kristrún Lind

Thordisa said...

Styttist í að þú komir ég tel niður

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Frábært að allt gengur svona vel. Kær kveðja til Harðar Breka frá Björk sem skilur hann svo vel. Erfitt að eiga vini í fjarlægum heimi.

Anonymous said...

sael elskan min,
var hugsad til thin a labbi i dag um floamarkad i Paris med Olla minum, rett nadi einum fyrir lokun, gerdi nokkur god kaup, bordadi godan mat og labbadi um Paris med Olla i 4 klst i dag, yndislegt vedur,
Frabaer dagur, tonleikar i kveld og svo mamas and the papas a morgun og lagt i hann til sudur frakklands.
Kysstu alla fra mer
Tobba franska

Hulda hefur talað... said...

Ólíkt þér þá virðist færslum á blogginu mínu og ferðum á hinar ýmsu bloggsíður fjölga því stærri sem verkefnin eru og því nær dregur skiladegi...
Kíkka hérna inn af og til af hreinni og skærri forvitni og finnst gaman að fylgjast með íslenskri kjarnafjölskyldu í Svíþjóð sem augljóslega kann að taka lífinu mátulega létt og njóta þess meðan það varir.

Bestu kveðjur frá gömlum nemenda búsettum í Köben,
Hulda

brynjalilla said...

Æi takk elskurnar mínar og sérstaklega Kristrún æskuvinkona og Hulda, svona innlit fá mann til að vilja blogga meira svo ekki sé talað um gildi rafrænna fallegra hugsanna, farið vel með ykkur, lokaspretturinn í hafinn og ég er strax orðin móð.

Magnús said...

Hér færðu knús frá skeggjuðum karli.

Anonymous said...

knús frá Eddu sem er í frotté hagkaupsbrók í svona Bridget Jones stíl :)
Ja eða svona einsog súkkulaðikaka kannksi....stór mjúk og góð ;)

Knús úr yndislegu veðri
Hlökkum til að sjá ykkur

Anonymous said...

Stór raffaðm og knús frá mér sem er ekki búin að gleyma þér!
xxx, Ingveldur.