Saturday, May 31, 2008

Hálfur lýðheilsufræðingur

Það sér fyrir endann á fyrsta árinu, get næstum formlega sagt að ég sé hálfur lýðheilsufræðingur. Á þriðjudaginn ver ég síðasta verkefni annarinnar og get þá andað dýpra. Hugurinn er að lenda í rólegheitum, hélt alveg frábært partý í gær og var með næturgesti alla leið frá Rúmeníu, Austurríki og Eþíópíu, leysti þau út í morgun með "english breakfast" sem etinn var með list úti í sólinni. Sem betur fer tók einhver myndavélina og tók nokkrar partýmyndir, því miður alltof fáar því ég hefði svo gjarnan viljað ná þessarri yndislegu, glöðu og afslöppuðu stemmingu enn frekar sem ríkti hér í gærkveldi. Í dag byrjaði ég formlega að hlakka til Íslandsfararinnar, er búin að vera með á heilanum að anda að mér íslensku lofti, svolítið köldu, hreinu og tæru.






13 comments:

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Til hamingju esskan. Hefur augljóslega verið stuð á ykkur lýðheilsufræðingum. Bið að heilsa úr sólinni í Cambridge.

Anonymous said...

Hæ sæta duglega kona!
Vissi að þið mynduð skemmta ykkur frábærlega, en kannski ekki langt fram á næsta dag :):)
Vona að þú sért ekki mjög sár þó að við kæmum ekki, en mér fannst það bara einhvern veginn ekki passa, en kannski er það bara vitleysa í mér? Hlakka til að hitta þig á mánudaginn!
Puss og Kram Fanný

Anonymous said...

Flottar myndir!
Þú ert alltaf svo flott Brynja.
Vá hvað hann er samt sætur þarna frá Austurríki! Og líka þessi frá Eþópíu. Og danska gellan.
Bara stútfullt af glæsilegu fólki, en þú berð að sjálfsögðu af frú Brynja.

Anonymous said...

Alltaf stuð hjá þér, Brynja! Öfunda gestina þína.

Er annars farin að hlakka til að sjá þig - hvenær kemurðu?

Thordisa said...

svona verður hjá okku 21 júní...

Fnatur said...

Gaman að skoða partýmyndirnar. Þú ert alltaf jafn glæsileg og gullfalleg kæra vinkona. Hlakka til að hitta þig og þína:)

Anonymous said...

Skoðaðu þetta snilldarmyndband í tilefni dagsins: www.sigurros.is
Man ekki betur en að ég, þú, Heiðdís og Valli höfum verið EINMITT svona nóttina góðu í sveitinni þegar Jón fór að veiða í hylnum og Ingveldur svaf á sófanum...kýrnar sýndu okkur amk jákvæða athygli...

Anonymous said...

til hamingju hálfi lýðheilsufærðingur, það fer ekki á milli mála að þú kannt að halda partý:)
en ég tók eftir því að það er komin nýtt málverk upp á vegg hjá þér:)
hvernig væri að skella betri mynd af því hérna inn:)
kossar og knús úr höfðuborg Norðurlands - borgin sem bíður þín:)

Lilý said...

Sæti hálfi lýðheilsufræðingur með hreina loftið á heilanum. Ég hlakka óendanlega til að sjá þig!

Anonymous said...

Til hamingju með áfangann! Ég öfunda ykkur smá að vera að fara heim í íslenska sumarið, njótið tímans.
Kv.
Erla

Bromley said...
This comment has been removed by the author.
Anonymous said...

...svo stolt af þér minn kæri hálfi lýðheilsufræðingur.
knús
Áslaug.

Anonymous said...

greinilega alþjóðleg stemming þarna í gangi hjá ykkur lýðheilsu fræðingunum. Og til hamingju með að vera hálfnuð á leiðinni. Hlakka til að fá þig til Íslands vinkona. kv. Jóhanna