Wednesday, April 09, 2008

Sólarkveðja

Miðvikudagur, fyrsti dagurin í langan tíma þar sem ég næ í skottið á sjálfri mér og hef tíma fyrir hugsanir og hef því uppi áætlanir að sinna mér, fjölskyldu minni, heimili mínu og vinum mínum. Byrjaði daginn á því að sofa út, lesa skemmtibók sem heitir "húsvagnar". Fékk mér te og súkkulaði, sat aðeins úti á palli með bráðnandi súkkulaðinu og lagði línurnar í huganum um að koma pallinum í sumarskrúðann enda 14 gráður og sól í dag. Er ennþá í jogginggalla. Skrapp í ICA og keypti þrennskonar "powersápur" gluggarnir verða þvegnir á næstu dögum! Forgangsröðun er orð dagsins, þessvegna er húsið enn á hvolfi en ég hinsvegar er öll að ná mér saman eftir lengstu námslotuna og eiginlega erfiðistu, við komumst þó langt á partýi föstudagskvöldsins sem var alveg hreint algjörlega laust við "social event" syndrome, þemað var "the other side of you" þannig að ýmislegt krassandi var opinberað. Allir þó hálf slegnir yfir, þó vissulega nauðsynleg ráðstöfun, að það sé búið að reka Farhan tannlækninn minn og Dr Rza annar frá Pakistan úr náminu. Eiga það skilið, svindl og svínarí eru ekki þeir námshættir sem koma manni langt. En það er ekki hægt annað en vorkenna mönnum sem yfirgefa fjölskyldur sínar og börn, fara á milli heimsálfa að klúðra málunum sínum svona algjörlega, bara svo það sé á hreinu þá átti ég ekki nein tök í þessu þó ég hafi setið hér og tuðað löngum yfir ekkisamstarfi mínu við Farhan, tók snemma þá afstöðu að vera ekki sú sem klagaði hreinlega vegna þess að ég hafði ekki orku né löngun í það. En já annað orð dagsins er jákvæðni þannig ég vona að Farhan og Rza bara læri sína lexíu og þeir nái að rétta sig í tilverunni á ný.

Ég er búin að yfirheyra Val um Íslandsdvölina, hann kom ánægður og sáttur heim enda búinn að draga björg í bú. Stundum langar mig heim, stundum nenni ég ekki heim, stundum fæ ég þæginda og vellíðunartilfinningu við að hugsa heim en stundum fæ ég kvíðahnút við tilhugsunina að flytja heim, sem sé greinilega ekki tímabært allavega að fara á fasteignir.is. Við reyndar erum að láta okkur detta í hug að kíkja heim næsta vetur og máta Ísland meðan ég safna gögnum í litla rannsókn sem enn er bara fræ í huga en kannski vísir að masterverkefni mínu, en ég fór á fyrsta masterfundinn í gær og hlakka mikið til að bullast í þessu. Sjáum hvað setur. Allavega hlakka ég til að koma í sumar, heilsa upp á fólk, fjöll og firnindi. Fyrirhugað eru tvær til þrjár fjallagöngferðir,(hita sig upp fyrir Galdhöpiggen) gyðjupartý, hlaup í eyjafirði, sumarbústaðir mömmu og pabba, fiskiferð með pabba og fleira dýrindis sem þið kannski komið okkur á óvart með.
En jæja sólin skellihlær og segir mér að opna glugga, hurðir og lofta út ég tek hana á orðinu, fegin að hún hún sé ekki föst með nagla og nái því að gleðja fleiri sálir en mig.
Sólarkveðja til ykkar fallega fólkið mitt

8 comments:

Anonymous said...

ohhhhhhhh
það náði alveg 7 stigum hér í gær og vissan um að vorið væri komið var 100%. Síðan fór að snjóa!
Njóttu þín og þinna í sólinni og hreinum gluggum.
Systa

Anonymous said...

Tími til komin fyrir Fahran. Tími til kominn á sumarið og tími til kominn á gluggaþvott!

Thordisa said...

sólin komin hér og snjórinn sem kom í gær er farinn gott gott gott kannski maður skelli sér í sund í dag það væri bara næs. Hlakka til að fá ykkur heim aftur

Anonymous said...

Sennilega værir þú frekar "grumpy" út í Akureyri núna það snjóaði vel í nótt-þú bjóst hérna í mörg ár-er þetta bara eðlilegt?
Eruð þið að spá í að vera í Rvk eða á Akureyri?
Kær kveðja
Ásta

Anonymous said...

þau eru að spá í Akureyri... hahah engin pressa hér sko...

Annars söknum við ykkar óskaplega og okkur fannst fúlt að kveðja Valla. Kolfinna segir "Alli úvel" semsagt Valli í flugvélinni :)

Knúsíhús
Edda

Anonymous said...

Gaman að heyra að þú nærð að slaka á og forgangsraða. Jamm, svindl og svínarí er ekki besta aðferðin við að koma sér áfram, en sumir halda það samt. Takk fyrir kveðjur hinumegin, ætli ég sé hætt að blogga í bili eftir góðar kveðjur, óskir um að hætta ekki og (kannski verðskuldaðar) skammir frá öðrum...

Guðbjörg Harpa said...

ELsku Brynja :) hættu þessum sólarfréttum ... mig laaangar svo að vera í sól í allt sumar en það eru ekki miklar líkur á því ... fyrst að ísl fékk gott sumar síðast eða hvað

kveðja

Guðbjörg Harpa sístækkandi :)

Anonymous said...

Hæ þið öll! Við öfundum ykkur af veðrinu hér á landinu litla. Það var gaman að sjá Valla eftir langan ekki sjá tíma. Sjáumst hress í sumar. kv. Solla og co.