Monday, March 31, 2008

Jón frá Felli

Hér var frost fyrir viku, í dag var 16 stiga hiti, nú er vorið komið og krókusarnir eru að sperra sig upp úr flensunni sem kuldinn olli. Í þessum skrifuðum orðum átta ég á mig á dapurleika þeirra, ég meina að tala um veðrið. Oh jæja alltaf góður inngangur inn í samræður eða samræði eins og sumir vilja orða það (þetta var spark undir beltisstað til íslenskuþekkingar sumra, taki sá til sín sem skilur) Annars eins og þið vitið er ég góð í því að skúra gólf, kem víða við í þeim hæfileikum en skemmtilegasta kommentið sem ég fékk eftir heilsukynninguna mína tja fyrir utan "you should run for the president with that speech" var "Brynja you just wiped the floor" Sem sé mér gekk rosalega vel og skoraði hátt hjá fulltrúa samkiptadeildarinnar í Helsingborg. En þetta var egótripp og merkilegt hversu mikið vald hægt er að hafa yfir áhorfendahópi þegar vandað er til verksins. Er í fyrirlestarlotu núna og einhverra hluta vegna er ég að blogga í staðin fyrir að fara snemma að sofa eins og ég lofaði mér í morgun. Rís úr rekkju 6 og kem heim seint stútfull af tesulli skólans og misgóðum fyrirlestrum og hópavinnu. En þetta er gaman tja svo lengi sem bekkjarsystkini mín taka hlutina ekki of alvarlega. Ég get stundum ekki annað en klórað mér í hausnum hvað þau eru alvarleg og allt þarf að vera svo útanalýserað að það dregur úr trúverðugleika, þetta dæmigerða að sjá ekki skóginn fyrir trjánum eða var það öfugt hahaaa, en allavega stundum er sænska of...anal...ýseringin tekin á þetta og þá verð ég þreytt.
En ojæja framundan er "social event" afsakið en hvernig er hægt að kalla bara venjulegt partý svona anal...ýseruðu nafni? Hlakka til að taka arabíska takta með Alex vini mínum sem spurði mig feiminn um daginn hvort hann mætti koma við hárið á mér, alltso höfuðhár, honum finnst þetta ljóshærða hreiður merkilegt fyrirbæri sem er svo sem ekki skrýtið í ljósi þess að hann er með kúst á hausnum. Já svo hlakka ég til að segja groddaralega íslenska brandara bara til að hneyksla og stinga upp í mig bita af hákarli um leið og súpa vel á brennivíninu....ok já já lýg hér blákalt, mun auðvitað stinga upp í mig dömulegum konfektmola og dreypa feimnislega og bljúg á kampavíni... nei heyrðu mig, nú er ég farin að fara offari í punktum, bara fyrir þig Lilý og vitleysisgangi, bæti bara við: "og hestar stökkva út um allt", taki þeir til sín sem skilja sérstaklega Noregsbúar í Stavangri já jú eitt að lokum, Jón frá Felli biður að heilsa


ps: og ólí geit
ps2: Ég hljóp aftur 7 km í dag, hlustaði á David Bowie, James Morrison, Cornelius vresvijk sem líklega útskýrir bulluna sem ég er haldin rétt fyrir svefninn, góða nótt
Dreymi þig vel og guð blessi þig og hananú

12 comments:

Anonymous said...

Hvað með Hemma Gunn og Rúnna Júl... var þeim ekki boðið í sósíal eventið ?

Anonymous said...

verð að segja að ég öfunda þig af voruinu, hvenær kemur eiginlega vorið á Akureyri?
ástaó

Lilý said...

Hananú er orð í uppáhaldi.... klárlega....

Yndið sem það væri að vera í Köben næsta vetur..... þá værum við grannar. Allir þurfa góða granna.....

Velgengni þín í skúringunum kemur mér seint á óvart. Því þú ert Skúringakonan með greini og stóru essi. Ættir eiginlega að taka dúett með Önnu Ríkharðs einhvertíman við tækifæri.

Hemmi biður að heilsa.

Magnús said...

Hahaha, og Jón frá Hofi... hahaha... spjúff. Knirk.

Fnatur said...

Til haaaaaaamingju með heilsukynningina. Ég held að allir hér og þar og alls staðar hafi samt vitað að þú myndir rúlla þessu upp, því ekki hefur vantað upp á undirbúninginn hjá þér beibe.
Það fer alveg með mig að heyra um öll þessi hlaup hjá þér og Ástu. Harkan í ykkur.

Björn bóndi biður að heilsa Jóni frá Felli.

Vallitralli said...

Freudískt free association hér á ferð. Sjálfur á ferðalagi, kanski ferðalagi lífsins. Hellings snjór á Akureri og Akureyringar, sérlega ungar konur, almennt feitari en gengur og gerist í landi meðalmennskunar, landinu aflanga. "Hvað getur sonur minn sem er 14 ára tekið miki Panodíl?" spurði kona. "Hvað er hann þungur heldurðu?" spurði ég á móti.
Rúmlega 90 Kg.

OK

168cm 19 ára stúlka (nei sennilega var hún 17) og 118Kg. Það er nóg.

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Augljóst að það er þörf fyrir ykkur hjónin á Eyrinni í framtíðinni, til að efla almenna hreysti og fegurð. Frábært að gekk vel Brynsí með fyrirlesturinn - alltaf gaman.

Anonymous said...

Valli á vaktinni: 1. þátttur. Símtal.
Valli: já, góðan daginn, hvernig get ég hjálpað.
Móðir: Dóttir mín er með hita, hvað má ég gefa henni mikið parasetamól?
Valli: hvað er hún gömul?
Móðir: 7 ára.
Valli: æ, æ, litla skinnið. Hvað er hún þung?
Móðir: 75kg
Valli: Fyrirgefðu, sagðirðu 7.5kg?
Móðir: Ha, nei 75kg, 71 ef hún er nýbúin að pissa.
Valli: Heyrðu, gefðu henni bara stíl vina- ef þú finnur rassgatið á henni!

Anonymous said...

Eins gott að fara að hemja sig í almennu áti ef það er verið að taka út kvensur á Akureyri ...

hobbelívobbelí

ætli þetta sé smitandi ??

Anonymous said...

til hamingju forestaefni!!
frábært að heyra hvað þér gengur vel ekki mig undir að þú heillir liðið upp úr skónum, íslensk sjarmatröll fara nú létt með það!
góða skemmtun í "dömulega Partýinu"

Anonymous said...

Munið þið eftir laginu "hinsta bón Blökkunkonunnar" sem Gylfi Ægisson söng f ca 30 árum?
Rakst á þennan hrylling á tonlist.is, þetta hefur ekkert skánað með árunum...er þó hætt að tárast yfir þessu lagi eins og égerði þegar ég var lítil...núna finnst mér bara textinn ógeðslega fyndinn (held að hann yrði ekki samþykktur í dag)blökkumenn og hvítu menn...lalalala
ástaó

Anonymous said...

Þú ert nefnilega svolítið dugleg við að wipe the floor! Á fleiri en einn hátt.