Sunday, March 09, 2008

plakat



Búin að liggja yfir plakatgerðinni um helgina ásamt tengdasyninum sem hefur séð um tæknilegu hliðina, elsku drengurinn, tack söte André. Er sátt við útkomuna og vona að verkefnið okkar Farhans (fær að vera með á blaði af því ég vorkenni honum en ætla aldrei aftur að "vinna" með honum aftur, er búin með mína plikt) verði samþykkt af ímyndaðri stjórn Akureyrabæjar. En plakatið er sem sé gert til að höfða til þeirra. Hver mynd af unglingi, þar af ein af fósturdótturinni og ein af tengdasyninum, er dæmi um eitt af tíu plakötum ráðgerð fyrir heilsueflinguna. Ég á líklega eftir að fínpússa það eitthvað ef ég tími tíma á það en er annars ánægð með útkomuna.Klikkið á myndina til að sjá allt plakatið, tja sko ef þið hafið áhuga. Endinlega sendið mér komment ef þið sjáið leiðindarpúkavillur þarna!

Vona að plakatið skiljist án þess að setja ykkur eitthvað dýpra inn í heilsueflinguna, jú eitt að lokum hér er myndir sem Farhan lagði til að yrðu notaðar í plakatið. nei þetta er ekki djók, elsku aumingja kallinn.


13 comments:

Anonymous said...

Hahahahahah, vá, þessar myndir hans eru bara eins og eitthvað djók!
Annars var nú bara gaman að fylgjast með ykkur hamast fyrir framan tölvuna, spennandi vöðvana og káfandi.

brynjalilla said...

jiminn Nanna þetta hljómar hálf sóðalega eitthvað, þessir unglingar nú til dags;)
knús mús

Möggublogg said...

Hæ Brynja flott plakat, flott átak.
Kennarinn kom upp í mér: á það ekki að vera involvement í fyrstu línunni eftir svarta miðborðann.
Kær kveðja MaggaT

Anonymous said...

Ég verð nú að segja að mér finnst þínar hugmyndir aðeins betri en hjá Farhan. Það hefði enginn nema þú Brynja lent í þessum gaurum þarna í líkamsræktinni. Hrikalega fyndin frásögn, ég hló alveg eins og vitleysingur.
Kveðja, Lóla.

Möggublogg said...

Úbbs!
Ég er oft búin að reyna að senda inn línur til ykkar en aldrei tekist fyrr en nú. Hef haft gaman af því að fylgjast með ykkur í gegn um bloggið. Ég mæti sko á myndlistarsýningu hjá þér á Akureyri í júní, verð örugglega þar þá í okkar piparkökuhúsi í Oddeyrargötu 11. Við erum orðnir algjörir Akureyrarfan eftir að við keyptum þetta hús. Nú er verið að endurgera allan kjallarann. Ætluðum bara að hressa aðeins upp á baðið en þegar að var gáð varð úr að allt var rifið innan úr og kjallarinn var minna en fokheldur því það þurfti að steypa gólfið líka. Ef þið viljið skoða framkvæmdirnar þá er það á blogginu mínu : martrygg.blogspot.com
Orri og Þóra+ verða vonandi á Akureyri í júlí á vinabarnaættarmóti sem við ætlum að halda inni í Eyjafirði.
Þið verðið að láta sjá ykkur í Oddeyrargötunni þegar þið verðið á Akureyri.
Kk MaggaT

Anonymous said...

flott plagat, mér finnst bæði hugmydnin á bak við það og útlitið mjög gott, flott heildarmynd!
en nú hlítur þessu tímabili þínu með vonlausum "vinnufélögum" að vera lokið, mikið er ég ánægð með beinið í nefinu á þér að halda þínu striki:)
Hlakka svaka mikiið til að hitta þig sæta mín og njóta sumarsins með þér:)
kossar og knús úr Grímsey

brynjalilla said...

Takk elskulega Magga, fyrir leiréttinguna, guð hvað ég var fegin að fá þessa athugasemd, líklega verður engin myndlistarsýning hjá mér í sumar en minn tími kemur aftur þegar plakatagerð og annað tekur ekki lengur allan minn tíma. Við kíkjum pottþétt á ykkur í piparkökuhúsið, hlökkum til og já takk fyrir að fylgjast með blogginu, það er svo gaman

Fnatur said...

Hæ elsku Brynsí beib.
Til hamingju með plakatið. Það er greinilegt að ÞÚ hefur lagt mikla vinnu í þetta enda sést það. Þetta lítur mjög faglega út og er virkilega áhrifaríkt og vekur mann til umhugsunar.

Kossar og knús.

Anonymous said...

Brynja þú ert snillingur, ótrúlega töff plakat. Er sjálf að drepast úr óléttu, brjóstsviða og bakverkjum en létti mér lífið með grænum frostpinnum, Brynjuís og súkkulaði. Kveðja, Jóhanna

Anonymous said...

ótrúlega kúl !

imyndum said...

:)Er stolt af þér kæra vinkona. Glæsilegt hjá þér

Anonymous said...

Flott plakat og sætir krakkar sem það prýða (má kannski ekki segja svona, er það hallærislegt??)
En you go girl!! stendur þig glæsilega eins og alltaf.

Luvya, Ingveldur.

Anonymous said...

Glæsilegt plakat hjá þér Brynja mín, eins og allt sem þú gerir.
Knús úr slabbinu á Akureyri.